Ófeigur - 15.08.1948, Page 1
*
5. árg. Reykjavík, 1948 5.—8. tbl.
íslenzk stjórnmáL
i.
Síðan borgaraflokkarnir íslenzku töpuðu hugsjónum
og stefnumálum í vináttu við kommúnista, hefir lítið
verið um skapandi hugsjónastarfsemi í þinginu. Sex
og níu mánaða þing eru lítt fallin til að efla dug og
manndóm við landstjórnarmálefni. Menn, sem þekktu
betri tíma, þegar það þótti sjálfsögð skylda þingmanna
að leita að vandamálum og reyna að bæta úr meinsemd-
unum, hafa ekki talið ástæðu til að leggja á hilluna
hin þjóðnýtu umbótamál. 1 hinni almennu deyfð voru
fyrirspurnir og þingsályktanir hér um bil eina úrræði
til að vekja umræður um þjóðmál. Notaði ég þessi úr-
ræði fremur öðrum þingmönnum. Sumra þessara þing-
máía var getið í Vísi, Mbl. og Alþýðubl., en aldrei í
þeim blöðunum, sem hafa nánasta samvinnu við hið
austræna lýðræði. Var og á vegum þeirra blaða og að-
standenda þeirra svefninn einna værastur um allt, sem
kalla má hagnýtar framfarir. Kom þar loks, að tveim
af helztu útvörðum hinna austrænu kenninga, Her-
manni Jónassyni og Gylfa Gíslasyni, þótti vakningar-
starfsemi mín lítt þolandi. Fluttu þeir í þingiok til-
lögu um að girða fyrir þess háttar lífsmerki í þinginu.
Eyggðu þeir á grundveili dönsku einvaldsstjórnarinn-
ar á byrjunarárum hins endurreista alþingis. Var þá
erfitt verk fyrir Jón Sigurðsson að gera alþingi að
frjálsri stofnun, eins og hjá öðrum menntaþjóðum.
Baráttan var þá eins og nú um það, hvort Alþingi ætti