Ófeigur - 15.08.1948, Síða 4
4
ÖFEIGUR
landsins, tókst að hindra að mestu vínsmygl til lands-
ins með skipum, þurrka út óleyfilega vínsölu lækna
og sjá um að 40 þús. manna samkoma á Þingvöllum
væri laus við minnkunn af áfengisnautn. Mér hefir tek-
izt að sanna, að það má halda áfengisnautninni í skefj-
um ef þing og þjóð vill sýna manndóm í verki. Lækn-
ar mega ávisa vínmeðulum, ef árlega er birt skýrsla
opinberlega um, hve mikið hver þeirra notar. Karl-
menn hafa drukkið vín í þúsund ár hér á landi, og það
er ekki hægt að stífla þann læk nema með vel undir-
búinni breytingu og á löngum tíma. Konur hafa sjald-
an notað vín og helzt til að undirstrika kvenréttinda-
stefnuna á síðustu árum. Konur hafa vissulega ekk-
ert að gera með sterk vín og ef þær heimta skammt
sér til handa á þeim vettvangi, má segja, að þær eigi
skilið að líða þá smán og skapraun, sem þær þekkja
vel í sambandi við vínnautn feðra, bræðra, eiginmanna
og sona. Meðan einhver vínsala er í landinu er sjálf-
sagt að heimila hóflegan skammt af léttum vínum, með
þeim takmörkunum, sem vikið er að í tillögunni. Hér
er bent á allsendis einu leiðina, sem þjóðin hefir opna
í áfengismálinu. Ef konur landsins, templarar, bindindis-
menn og áhugamenn um félagslega heilbrigði, geta sam-
einazt um þessa úrlausn, er hægt að bjarga þjóðinni
frá þeirri skömm, að vera mesti áfengissjúklingur með-
al hvítra manna. Ef hins vegar verður haldið áfram
ineð viðvaningslegt og grunnfært fitl við áfengismál-
in, mun ejnndin verða meir og meir áberandi eftir því
sem tírnar líða.
IV.
Hin mikla fæðingardeild á Landspítalalóðinni, stend-
ur enn auð og mannlaus, eins og undanfarin tvö ár.
Landlæknir, læknar við háskólann og heiibrigðismála-
ráðherrann eiga þar sameiginlega sök, en landlæknir
þó þyngstu, eins og vant er. Hér er engu um að k'enna
nema úrræðaieysi og vöntun á húsbóndahæfileikum.
Þegar trúnaðarmenn þingstjórnarlandanna láta verk-
efni mannfélagsins falla í vanhirðu, vaknar uppreistar-
hneigð og byltingarþrá. Ef forráðamenn í frjálsu landi
ieysa úr vandamálum þjóðfélagsins eins og þeir ættu
híut að máli, mundi ekki vera til nein fimmta herdeild
vestan við járntjaldið.