Ófeigur - 15.08.1948, Qupperneq 13

Ófeigur - 15.08.1948, Qupperneq 13
ÓFEIGUR 13 Ferðaskrifstofu ríkisins að reka gistihúsið í bili með meiri ráðdeild heldur en áður var. Erfiðleikarnir við reksturinn liggja nú mest í því, að svo mikið vantar af nauðsynlegum hlutum, sem Bretar létu fylgja og höfðu notað sjálfir. Vinir og aðdáendur bolsivika-stefnunar geta af þessu og fleiri slíkum atvinnurekstrartilraunum séð, hve eftir- sóknarvert var fyrir borgaraflokkana að keppa í mörg ár um að mega vera með byltingarlýðnum við að stjórna landinu. XV. Þegar leið á þingið í vetur, kom í ljós, að sökum fjár- skorts mundi ekki verða hægt að leggja neitt veru- iega til verklegra framkvæmda. Bar ég þá fram tillögu um að fresta í tíu ár allri þeirri menntamálalöggjöf, sem bolsivikar höfðu lögfest á árunum 1945—46. Ber þar ekki aðeins til hinn óhóflegi tilkostnaður fyrir ein- staklinga, sveitafélög og ríki, heldur einnig hitt, að kerfið er allt vanhugsað og skaðlegt í öllum afleiðing- um. Stjórnin var að vísu aðþrengd, en mun hafa feng- ið litla hvatningu frá stuðningsmönnum sínum, sem vilja láta eins og nóg sé af skildingum. Þegar þingmenn voru komnir heim, felldi fjármálaráðherra niður 35% af útgjöldum til verklegra framkvæmda. Hann gat ekki annað gert. Hitt er annað mál, hvort ekki hefði verið hollara að fella úr gildi nokkuð af upp- eldismálaverki bolsivika en lengja fremur vegi og hafn- argarða. XVI. Kunnugir menn telja, að landinu áskotnist 10 milljón- ir kr. árlega í dollurum frá flugvellinum í Keflavík. Eru það lendingargjöld aðkominna flugvéla, kaup ís- lenzkra manna, sem starfa við flugvöllinn að bygging- um og fleiru og að síðustu andvirði íslenzkrar mat- vöru, sem seld er þeim, er þar starfa fyrir Banda- ríkin. En í þjóðbankanum verður yfirleitt ekki vart við þessar gjaldeyristekjur. Þær virðast ósýnilegar. Og það kemur af því, að stjómarvöldin leyfa hverjum, sem hafa vill, að kaupa farseðla til annarra landa fyrir íslenzkar kr. Flykkist fjöldi manna úr landi á þennan hátt,. þrátt fyrir gjaldleyriserfiðleikana. Að síðustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.