Ófeigur - 15.08.1948, Side 30

Ófeigur - 15.08.1948, Side 30
30 ÓFEIGUR virðist vera farin að siá, að menntaskóiinn verði varla hamingjusamur hjá Kleppi, þó að Brynjólfur ætlaði að endurreisa hann þar fyrir 15 milljónir, rétt hjá hinni frægu ýldustöð, sem dreifir pestarlofti um bæinn. Verð- ur nú í sumar byrjað á að laga gamla skólann og halda áfram verki því, sem ég byrjaði fyrir 20 árum, en hætt var við, þegar gamlir nemendur úr skólanum tóku við ábyrgðinni. Lóðakaup og nýjar byggingar á skólaeign- inni munu fylgja í kjölfarið. Dómsmálaráðherra mun hafa hug á að láta vistmenn á Litla-Hrauni reisa ein- faldar viðbótarbyggingar á hælinu, svo að dæmdir menn þurfi ekki, eins og nú, að bíða árum saman eftir að fá að úttaka dóminn. Þetta er í einu auðvelt verk og nauð- synlegt. Fávitamálið er eitt af mestu hneykslum heil- brigðismálanna. Um 200 fávitar þjá og þjaka heimili ættmenna sinna. Einir 20 fá griðastað í fyrrverandi sjúkrahúsi á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Þar ætti að byggja einföld smáhýsi fyrir alla fávita, sem til eru á landinu. Á þessum stað er óþrotlegur jarð- hiti, sem ríkið á og ræktunarskilyrði ágæt. Starfs- fólkið við hælið gæti myndað byggðarhverfi á staðn- um og haft mikla framleiðslu og notið heilbrigðra lífs- kjara samhliða erfiðu hjúkrunarverki. 1 stað þess ætla svokölluð heilbrigðisyfirvöld að freista að koma þessu ógæfusama fólki fyrir við veginn milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar, eins og sjaldgæfum sýningar- gripum. I Reykjavík einni skipta áfengissjúklingar mörgum tugum. Flestir flækjast þeir kringum áfengis- söluna og við höfnina. Er sú útgerð dýr, aumkunarverð og hörmuleg. Um hinar vanmáttugu tilraunir templara og tveggja lækna með hæli fyrir áfengissjúklinga, er áður talað, Allt, sem með þarf, er löggjöf um að á- fengissjúklingar séu sviftir lögræði og verði að dvelja á þar til gerðum spítala þar til þeir hafa læknazt. Ella dvelja þar ævilangt, eins og annað fólk sem þjáist af ólæknandi og hættulegum sjúkdómum. Borgarstjórinn í Reykjavík og dómsmálaráðherra munu hafa hug á að koma upp slíku hæli, en ekki í Ólafsdal. Þar gat farið vel um slíkt hæli, en fleiri staðir eru góðir. Um flest þessi mál mun mega segja, að þau eru ýmist á vakningar eða framkvæmdarstigi, og má vel við það una. Róm var ekki byggð á einum degi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.