Ófeigur - 15.08.1948, Page 51

Ófeigur - 15.08.1948, Page 51
ÓFEIGUR 51 gert með því að krefjast að hafa hér flugvelli, flota- stöðvar og nægilegan herafla. Ef íslendingar ganga stórveldunum á hönd af fúsum og frjálsum vilja, án þess að hafa nokkra hugmynd um, hvernig landi og þjóð verður ráðstafað, þá er ekki annað líklegra en að þau mundu öll heimta að hafa hér herstöðvar. Og þar sem þau hefðu væntanlega öll sama rétt til að stjórna smáþjóðunum, þá gætu þau naumast farið betur með umboð sitt en að búa öll um sig við firði og flugvalla- stæði landsins. Þegar litið er á skipti stórveldanna f jög- urra við gæzlu Þýzkalands, má fyllilega gera ráð fyrir, að hver héldi sínu. Rússar mundu væntanlega fá Aust- firði í sinn hlut og geyma þann landshluta fyrir sig. Þeirra siður er að taka það, sem næst er. Þjóðin hefði ekki sett neitt tímatakmark fyrir drottinvaldi stórveldanna né tryggt rétt sinn á annan hátt. Væri naumast hægt að velja þjóðinni aumlegra hlutskipti en að vera rétt- laust fótaskinn margra stórþjóða, sem virðast vera á álitlegum vegi með að undirbúa heimsstyrjöld. Gæti sú styrjöld ef til vill byrjað á íslandi, svo að þegar í upphafi væri skorið úr, hvaða stórveldi ætti að vera handhafi lyklavaldsins yfir Atlantshafi norðanverðu. Hér á landi er kommúnistaflokknum mikið áhugamál að slíta vinsemdar- og viðskiptasambönd milli íslands og Randaríkjanna, og í öðru lagi að Island gangi hik- laust í félag hinna sameinuðu þjóða. Mun mega marka af þessu tvennu, að flokkurinn leggi megináherzlu á, að Rússar geti, ef þeir vilja, fengið hér fótfestu annað- hvort eftir að Bandaríkjamenn væru farnir héðan með herafla sinn eða í skjóli við þann rétt, sem innganga íslands í félag sameinuðu þjóðanna gæti gefið Rúss- um til að setjast hér að til eflingar friði og réttlæti á jörðinni. Bandaríkin hafa boðið Islandi að framlengja her- verndarsáttmálannn, og hefur íslenzka þjóðin enn ekki svarað þeirri málaíeitun. Er ólíku saman að jafna slík- um sáttmála eða algerðu réttleysi smáþjóða í hverju því félagi, þar sem Rússar eru einhvers megnugir. Ef gerður væri nýr herverndarsáttmáli við Bandaríkin, yrði hann tímabundinn, ákveðnir þeir staðir, þar sem varðliðið hefði bækistöðvar, skyldur og réttindi beggja aðila, og um úrskurðarvald, þegar ísland og Bandarík- in greinir á um sáttmálann. Bandaríkin og Eng- n*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.