Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 9
FORMÁLI
Með þessu fjórða bindi Árbókar NSS verður sú breyting á,
að Sigurður Hreiðar, sem verið hefur ritstjóri fyrri binda,
lætur af því starfi vegna anna. Það er feikimikið starf sem
hann og kona hans, Álfheiður Guðlaugsdóttir, hafa unnið
við gerð þessarar bókar. Sigurður skapaði bókinni það
form, sem hún hefur, og hann ásamt fleiri góðum mönnum
lagði fram mikið starf við gerð þeirrar nemendaskrár Sam-
vinnuskólans, sem byggt er á í dag. Að vísu er það svo að
frumheimildir, s. s. afmælisrit skólans, sem gefið var út
1948, eru hvergi nærri fullkomnar og stöðugt er verið að
fylla í skörðin. Þó er ástæða til að ætla, að ekkert vanti í
nemendatal þessarar bókar, en sakni einhver bekkjarfélaga
síns er sá hinn sami vinsamlega beðinn að láta ritstjóra vita.
Það var nokkuð áberandi við gerð þessarar bókar, að
fólk svaraði seint og upplýsingar voru oft mjög ófullkomn-
ar. Til voru þeir, sem neituðu með öllu að gefa upplýsingar,
og hljóta þeir að skammast sín fyrir dvölina í skólanum.
Þennan þátt geta menn þó ekki strikað út úr lífinu og þær
upplýsingar, sem birtar eru hér, er aðeins það sem unnt
væri með mikilli vinnu að afla annarsstaðar. Að sjálfsögðu
er það mikill léttir við útgáfuna ef fólk svarar fljótt og vel.
Þar sem Samvinnuskólinn á 60 ára afmæli síðar á þessu
ári, þótti hlýða að biðja Guðmund Sveinsson, fyrrv. skóla-
stjóra, að segja frá þeim miklu umskiptum í sögu skólans
þegar hann flutti að Bifröst. Grein Guðmundar er hrein-
skilin lýsing á upphafi þess máls og hugrenningum hans
5