Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Blaðsíða 36
Kristján Þorgrímsson Hoffmann. Sat SVS
1921—23. F. 29. 4. 1907 í Reykjavík og ólst
þar upp, d. 17. 7. 1955. For.: Hans Hoff-
mann, fulltrúi hjá Rafmagnsveitu Rvíkur,
og Guðrún Hoffmann, bæði úr Reykjavík.
Maki í júní 1939: Hrefna Brynjólfsdóttir,
en þau slitu samvistum. Barn: Guðrún, f.
12. 8. 1939, húsfrú í Reykjavík. Loftskeyta-
maður á skipum 1924—30, en gerðist þá
loftskeytamaður hjá Veðurstofunni. Síð-
ustu árin stundaði hann verslunarstörf í
Reykjavík.
Magnús Jónsson. Sat SVS 1922—23. F. 12.
6. 1898 að Hallgeirseyjarhjáleigu og ólst
upp að Hallgeirsey í A.-Landeyjum í Rang-
árvallas., d. 31. 7. 1958. For.: Jón Guðnason
frá Arnarhóli í V.-Landeyj. og Elín Kannas-
dóttir frá Strandarhöfða í V.-Landeyjum,
bjuggu í Hallgeirsey. Sambýliskona: Cíta
Möller, kaupkona í Rvík. Barn: Haraldur,
skrifaður Adólfsson, var hárkollumeistari
Þjóðleikhússins. Togarasjóm. um margra
ára skeið, stundaði síðar járnalagnir í hús
víða um land, s. s. í Rvík, á Raufarhöfn
og Siglufirði, mest á vegum ríkisins.
Óskar Lárusson. Sat SVS 1922—23. F. 6. 8.
1905 í Vestmannaeyjum og ólst þar upp, d.
1. 11. 1955. For.: Lárus Halldórsson, f. 18.
2. 1873 að Rauðafelli í A.-Eyjafjallahreppi,
d. 11. 4. 1957, söðlasmiður á Eyrarbakka
og fiskkaupmaður og útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum, og Elsa Dórótea Ólafs-
dóttir, f. 27. 7. 1879 í Vestmannaeyjum, d.
27. 9. 1956. Barnsmóðir: Vilborg Sigurðar-
32