Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Síða 30
husholdingsskole í Danmörku 1926—27.
Ráðskona við Húsmæðraskóla Suðurlands
á Laugarvatni 1929—34. Systir, Sólveig
Jónsdóttir, sat skólann 1924—26.
Ásbjörn Ólafsson. Sat SVS 1922—23. F. 23.
8. 1903 í Keflavik, en ólst upp í Reykjavík.
D. 13. 12. 1977. For.: Ólafur Ásbjarnarson
frá Innri-Njarðvík, kaupm., f. 13. 7. 1863,
d. 9. 2. 1943, og Vigdís Ketilsdóttir frá Kot-
vogi í Höfnum, f. 30. 4. 1868, d. 22. 5. 1966.
Maki: Gunnlaug Ingibjörg Jóhannsdóttir,
f. 8. 7. 1912 að Skúfi í Vindhælishreppi í A.-
Hún. Þau slitum samvistum. Börn: ólafía,
f. 28. 7. 1934, húsm., Unnur Gréta, f. 14. 12.
1937, vinnur á skrifst. lögreglustj. í Rvík.
Lauk prófi frá Flensborgarskóla í Hafnar-
firði. Dvaldi í fjögur ár í Bandaríkjunum,
en kom þaðan 1930 og stundaði þá versl-
unarstörf, uns hann stofnaði heildverslun
undir eigin nafni 1933 og rak hana til
dauðadags. Systir, Vilborg, sat skólann
1922-23.
Ásgeir J. Jakobsson. Sat SVS 1921—23.
F. 13. 8. 1904 á Húsavík, S.-Þing., og ólst
upp þar til átta ára aldurs, var þá í Winni-
peg í Kanada til fimmtán ára aldurs og
síðan í Reykjavík. D. 18. 12. 1960. For.:
Jón Ármann Jakobsson frá Grímsstöðum í
Mývatnssveit, f. 23. 4. 1866, d. 1. 10. 1939,
og Valgerður Pétursdóttir, útvegsbónda og
bæjarfulltr. frá Ánanaustum í Reykjavík,
f. 4. 12. 1874, d. 9. 3. 1961. Var hann lengst
sölustjóri við Kf. Þing. á Húsavík. Hafði
fyrir SVS lokið 12. deild og verslunardeild
26