Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Qupperneq 10
sjálfs að taka við þessari ábyrgðarstöðu. Er mikill fengur
að þeirri sögu og fullyrða má, að vel tókst til, þvi skipulag
skólans í dag byggist á starfi hans og þeirra hjóna, því ekki
má gleyma þætti Guðlaugar Einarsdóttur. Að flytja Sam-
vinnuskólann, sem þá hafði fyrir löngu áunnið sér mikinn
sess í hugum fólks og finna honum nýjan búning og taka
við af Jónasi Jónssyni sem skólastjóri, var ekki heiglum
hent. Er hæpið, að til þess hefði fundist hæfari maður en
Guðmundur Sveinsson.
Á síðastliðnu ári lést sá maður, sem einna drýgstan þátt
átti í mótun Samvinnuskólans. Það var Guðlaugur Rósin-
krans, sem var um tveggja áratuga skeið yfirkennari Sam-
vinnuskólans. Því miður reyndist af óviðráðanlegum ástæð-
um ekki unnt að gera minningu hans verðug skil í þessari
bók, en það mun verða gert í næstu bók, og þá ekki aðeins
mannsins Guðlaugs, heldur og skólastarfs hans, því ásamt
Jónasi var Guðlaugur sá, sem skóp skólann, og vegna hins
mikla þjóðmálastarfs Jónasar hvíldi hið daglega starf mjög
mikið á herðum yfirkennarans. Það stóðu oft stormar um
Guðlaug, og því hefur ekki sem skyldi verið haldið á lofti
skólastarfi hans. Hann var viðurkenndur sem góður kenn-
ari og var mjög virtur af nemendum sínum, og bera allir
honum eitt orð. Þess má geta, að síðastliðið haust kom út
sjálfsævisaga Guðlaugs, sem honum auðnaðist að ganga frá
fyrir andlát sitt.
Á þessu ári er Nemendasamband Samvinnuskólans 20
ára. Áður höfðu nokkrar tilraunir verið gerðar til að stofna
nemendasamband, en þær höfðu orðið skammlífar. En frá
stofnun þess, 1958, hefur NSS verið mjög starfsamt og
beitt sér fyrir mörgum málum. Er útkoma Árbókarinnar
m. a. til vitnis um það.
1 upphafi var fyrirhugað að Árbókin kæmi út árlega.
Því miður hefur orðið misbrestur á því, einkum þar sem
treglega gekk að ná saman upplýsingum og byggja upp
fullkomið nemendatal. Nú er vonandi að byrjunarörðug-
leikarnir séu yfirstignir og næstu árin komi bók árlega.
Það tekst þó aðeins með góðri samvinnu við stjórn NSS á
6