Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 18
haldinn var að Bifröst í lok júnímánaðar, fóru síðan fram
með næsta sérstæðum og áhrifamiklum hætti skólastjóra-
skiptin við Samvinnuskólann. Jónas Jónsson flutti þar
kveðjuræðu sína, rakti störf sín og gerði grein fyrir sögu
skólans og stöðu hans í samvinnusamtökunum. Ræða hans
var í senn djörf og drengileg, enda hlaut hún góðan hljóm-
grunn og var hinum mikla baráttu- og forystumanni ákaft
fagnað og því sérstaklega, hve kveðjuóður hans var ris-
mikill og hugsun hans viðfeðm.
Er Jónas hafði lokið ræðu sinni, flutti ég ávarp til full-
trúa á aðalfundinum. Ég ræddi sérstaklega tímamótin í lífi
mínu og tímamótin í sögu skólans. Vék ég í þessu sam-
bandi að danska guðfræðingnum og skólamanninum Frede-
rik Grundtvig og gerði hugmyndum hans um „skóla fyrir
lífið“ nokkur skil, en Grundtvig hafði einmitt skipað skól-
um Vesturlanda í tvær heildir. 1 annarri heildinni voru
hinir hefðbundnu bóknámsskólar, er hann kallaði „hina
svörtu skóla“, en í hinni voru skólar nýrrar tegundar, er
tengdu fræði og daglega önn saman og urðu því í sannleika
að „skólum fyrir lífið“. Mér þótti á þessum tíma sem at-
vikin hefðu að vissu leyti neytt mig til endurmats áþekku
því er urðu Grundtvig hvatning og eggjun.
Það var á sama aðalfundinum í lok júnímánaðar að leit-
að var til fyrsta mannsins að taka að sér kennslu ásamt
mér við skólann í Bifröst. Áður hafði oftlega verið rætt
um starfslið stot'nunarinnar og hugað að verkefnum, er
leysa þurfti, og eins hinu, hverjir væru líklegir til að geta
leyst þau á farsælan hátt. Einkum þótti mikilvægt að fá
að skólanum kennara í hagnýtum viðskiptagreinum, er
þekkti af eigin raun vanda samvinnuverslunar og kynni
glögg skil á sérkennum hennar.
Á aðalfundinum var mættur sem fulltrúi Gunnar Gríms-
son, þá kaupfélagsstjóri á Skagaströnd. Gunnar hafði látið
í ljós áhuga á því að skipta um starf. Hér var um að ræða
mann, er mikla og farsæla reynslu hafði í verslunarrekstri,
vandaðan bókhaldsmann og fjölfróðan um allt, er laut að
daglegum störfum, raunsæjan mann með skipulagshæfi-
14