Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Qupperneq 52
Hjörleifur Magnússnn. Sat SVS 1931—33.
F. 28. 3. 1906 að Saurum í Álftaf., Súðavík-
urhr., N.-ls., og ólst upp þar. For.: Magnús
Guðmundsson, bóndi að Saurum, og Her-
dís Eiríksdóttir frá Neðri Brunná i Dala-
sýslu. Maki 23. 6. 1938: Elenora Þorkels-
dóttir, f. 5. 4. 1911 á Dalvík, en ólst upp
á Siglufirði, þar sem faðir hennar var skip-
stjóri. Börn: Herdís, f. 4. 3. 1939, húsmóðir
í Keflavík, Magnús, f. 6. 12. 1940, verslun-
arm. í New York, Gylfi, f. 2. 1. 1942, kenn-
ari, Jóhanna, f. 22. 3. 1944, fulltr. rektors
Menntaskólans við Tjörnina, Þorkell, f. 3.
6. 1945, aðalbókari hjá Bræðrunum Orms-
son, Edda, f. 22. 4. 1950, húsmóðir á Akur-
eyri, Guðrún, f. 9. 9. 1953, húsmóðir á
Siglufirði, Kristín, f. 8. 10. 1955, við nám í
Kennarahásk. Skrifstofumaður hjá Guð-
mundi Péturssyni 1933—34, ritari bæjar-
fógeta á Siglufirði 1934—35, gjaldkeri hjá
embættinu 1935—36 og fulltrúi bæjarfógeta
frá 1936. Var í stjórn Norræna félagsins á
Siglufirði 1946—55, í stjórn Vestfirðinga-
félagsins á Siglufirði 1946—60 og í stjórn
Kaupfélags Siglfirðinga 1946—70. Sonur,
Þorkell, sat skólann 1964—66.
Ingibjörg Guðmundsdóttir. Sat SVS 1931
-33. F. 20. 11. 1906 að Fjalli á Skeiðum
og ólst upp þar. For.: Guðmundur Lýðsson
bóndi, Fjalli, og kona hans, Ingibjörg Jóns-
dóttir frá Holti í Stokkseyrarhreppi. Vann
á skrifstofu Landspítalans og skrifstofu
Ríkisspítalanna frá 1933 til ársloka 1941.
Vann hjá ríkisbókhaldinu frá ársbyrjun
1942 til ársins 1975.
48