Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 115
Tók þá við forstöðu umboðs Samvinnu-
trygginga hjá Kf. Suðurnesja til 13. 11.
1961. Hóf þá störf á aðalskrifstofu Sam-
vinnutrygginga í Rvík og hefur unnið þar
síðan, fyrst sem skrifstofumaður en fulltrúi
í ýmsum deildum frá 1.1.1965. Hefur verið
gjaldkeri í stjórn deildar samvinnustarfs-
manna í VR frá 1969, einnig setið í trún-
aðarmannaráði Verslunarmannafél. Rvík-
ur. Sat um skeið í stjórn Skaftfellingafé-
lagsins í Rvík.
Örlygur Hálfdánarson. Sat SVS 1952-53.
F. 21. 12. 1929 i Viðey á Kollafirði og ólst
upp þar til 12 ára aldurs og síðan á Sel-
tjarnarnesi. For.: Hálfdán Halldórsson,
fæddur að Kolmúla við Reyðarfjörð, versl-
unarmaður, og Jóhanna G. Bjarnadóttir,
fædd í Eystri-Tungu í Landbroti, V.-Skaft.
Maki 19. 9. 1953: Þóra Þorgeirsdóttir, f.
31. 3. 1933 í Rvík, en ólst upp í Gufunesi.
Börn: Þorgeir, f. 13.11.1952, lögfræðinemi,
örlygur Hálfdán, f. 15. 9. 1956, prentnemi,
Matthías, f. 6. 10. 1962, Arnþór, f. 13. 11.
1970. Stundaði nám á Héraðsskólanum að
Núpi í Dýrafirði, lauk námi 1949. Var í
framhaldsdeild SVS 1953—54. Starfaði hjá
Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna 1950—
52. Fulltrúi í Samvinnutryggingum 1954—
55, fræðslufulltrúi SlS 1955—60, deildar-
stj. Bifrastar, fræðsludeildar SlS, 1960—64,
og var á sama tíma blaðamaður við Sam-
vinnuna og ritstjóri Hlyns. Skrifstofustj.
Nýju fasteignasölunnar 1964—65. Stofnaði
Ferðahandbækur s.f. 1964 og Bókaútgáfuna
örn og öriygur 1966 og hefur síðan verið
111