Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 162
6. Skemmtanir. Framsögumaður Borgþór Björnsson.
Hann talaði aðallega um ýmsar útiíþróttir sem skemmt-
anir, en kvað sig vera á móti glímunni. Þessir töluðu:
Kjartan Ólafsson, Randver Sæmundsson, Guðmundur
Hjálmarsson og Björn Stefánsson. Málið tekið út af dag-
skrá.
Formaður skipaði í verkefnanefnd fyrir næsta fund: Þór-
arin Þórarinsson, Guðfinnu Þorvaldsdóttur, Ágúst Matthí-
asson, Guðmund Lúðvíksson, og ritstjóri (Þórarinn Þórar-
insson) skipaði í ritnefnd: Ingibjörgu Guðmundsdóttur,
Björn Stefánsson, Sigurjón Björnsson, Gerði Jónasdóttur
og Ágúst Matthíasson.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Trausti Árnason fundarritari.
VETURINN 1942-43
1. fundur
Aðalfundur Skólafélags Samvinnuskólans var settur í
húsakynnum skólans 17. október kl. 5.15 e. h. Fundinn setti
Þorvarður Árnason, sem var eini meðstjórnandinn frá
fyrra ári. Skipaði hann Guðbrand Jakobsson sem fundar-
stjóra og Bárð Sigurðsson sem fundarritara.
Hr. yfirkennari Guðlaugur Rosenkranz var mættur á
fundinum. Gaf hann skýringar á starfsemi skólafélagsins.
Tilgangurinn með málfundunum væri að venja menn á að
koma opinberlega fram og láta skoðanir sinar í ljósi.
Yfirkennarinn sagði enn fremur: „Á þessum tíu árum,
sem ég hef starfað við skólann, hef ég haldið spjaldskrá
yfir þá nemendur, sem útskrifast hafa á þessu tímabili. Ég
hef reynt að leita mér upplýsinga um þessa nemendur mína,
hvaða stöður þeim hafa hlotnast. Þessi spjaldskrá sýnir,
að fjórtán eru orðnir kaupfélagsstjórar, margir eru full-
trúar hjá SlS og fjöldamargir formenn eða í stjórnum
158