Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Síða 67
Guðmundur, f. 31. 7. 1946, starfar í banka,
Jón, f. 26. 6. 1948, endurskoðandi, Svein-
björn, f. 28. 6. 1963, nemi. Var tvö ár á
Héraðsskólanum að Laugarvatni. Starfaði
við sælgætisgerðina Víking til 1972, rak
eigin verslun 1972—74, sölumaður hjá sæl-
gætisgerðinni Opal 1974 til hausts 1975,
stofnaði þá lakkrísgerðina Krumma og
hefur rekið hana síðan. Var nokkur ár í
stjórn hestamannafélagsins Fáks.
Finnbjörn Þorvaldsson. Sat SVS 1941—43
F. 25. 5. 1924 á Hnífsdal og ólst upp á Isa-
firði. For.: Þorvaldur Magnússon sjóm. og
Halldóra Finnbjörnsdóttir, bæði frá Hnífs-
dal. Maki 20. 12. 1947: Theodóra Steffen-
sen, f. 17. 9. 1928 í Rvík. Börn: Björn, f.
15. 5. 1947, flugmaður, Finnbjörn, f. 3. 8.
1950, skrifstofumaður, Þorvaldur, f. 27. 10.
1952, bókari, Sigríður, f. 7. 12. 1954, hár-
snyrtidama, Gunnar Þór, f. 4. 5. 1958, nemi,
Halldóra Svala, f. 9. 4. 1962, nemi, Úlfar, f.
14. 5. 1964, nemi. Gagnfræðapróf frá Gagn-
fræðask. Isafjarðar. Vann hjá Skipaútgerð
ríkisins 1943—45, Isafoldarprentsmiðju
1945—54, skrifstofustj. hjá Loftleiðum og
síðar Flugleiðum frá 1954. Átti um árabil
sæti í stjórn lR og í stjórn Frjálsíþrótta-
sambands Islands. Var meðal fremstu
frjálsíþróttamanna Islands um árabil og
um skeið Norðurlandameistari í 100 m og
200 m hlaupi. Bestu afrek hans í íþróttum
voru i langstökki 1948 7,16 m, í 100 m
hlaupi 1949 10,5 og í 200 m hlaupi 1949
21,7. Tók þátt i fjölda annarra íþrótta-
greina með góðum árangri. Einnig var
hann um tima með liði sínu Islandsmeist-
ari í handknattleik.
63