Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Síða 83
1953
Árni Filippusson. Sat SVS 1952—53. F. 29.
7. 1932 í Vestmannaeyjum. For.: Filippus
G. Árnason, yfirtollvörður i Vestmanna-
eyjum, og kona hans, Jónína Ólafsdóttir.
Eru þau bæði látin. Maki 17. 3. 1956: Sól-
veig Guðlaugsdóttir, f. 21. 2. 1936 í Rvík,
hjúkrunarkona. Börn: Filippus G., f. 14. 7.
1956, sölumaður, Þórdís, f. 5. 7. 1960.
Gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja. Þriggja mánaða námskeið 1963
í London School of Foreign Trade í verslun
og skipamiðlun. Tollritari hjá bæjarfógeta
í Vestmannaeyjum 1956—62, sölumaður
hjá Gunnari Ásgeirssyni h.f. 1962—68. Hef-
ur síðan starfað hjá Velti h.f., siðustu ár
sem sölustjóri.
Árni Lýðsson Jónsson. Sat SVS 1952—53.
F. 10. 5. 1934 í Rvík. For.: Jón Lýðsson, f.
12. 5. 1890 að Hjallanesi í Landsveit, var
yfir 30 ár verkstj. hjá Hafnarsjóði Rvíkur,
og Guðrún Gísladóttir, f. 14. 5. 1898, ólst
upp að Kiðjabergi í Grímsnesi. Maki 22. 9.
1962: Margit Jónsson, fædd Henriksen, f.
17. 2. 1935 í Nyborg á Fjóni í Danmörku,
hjúkrunarfræðingur. Börn: Arndís, f. 14.
12. 1958, Jón Gauti, f. 21. 12. 1960, Lýður,
f. 5.12.1962. Var við nám í Verslunarskóla
Islands 1949—51. Hóf nám í húsgagna-
79