Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Qupperneq 119
þar. For.: Jóhannes Halldórsson frá Aust-
urhlíð í Biskupstungum, húsasmiður, og
Margrét Guðmundsdóttir frá Lónseyri við
Isafjarðardjúp, húsmóðir, d. 1956. Maki
28. 9. 1968: Einar Þór Sigurþórsson, f. 15.
12. 1940, ólst upp að Háamúla í Fljótshlíð,
rafvirki. Börn: Jóhannes Atli, f. 8. 7. 1968,
Katrín, f. 15. 9. 1969. Landspróf frá Núps-
skóla 1961. Skrifstofustörf hjá Osta og
smjörsölunni 1963—64, skrifstofustörf hjá
Flugfélagi Islands 1965—66 og hjá Iðnað-
armálastofnun Islands 1966—69, hefur síð-
an stundað húsmóðurstörf. Maki, Einar
Þór Sigurþórsson, sat skólann 1963—65.
Brynhildur Halla Þorgeirsdóttir. Sat SVS
1961—63. F. 22. 3. 1944 á Akranesi og ólst
upp þar og í Stykkishólmi. For.: Þorgeir
Ibsen frá Suðureyri við Súgandafjörð,
skólastjóri, og Halla Árnadóttir frá Akra-
nesi, talsímakona. Maki 2. 9. 1967: Magni
Baldursson, f. 17. 1. 1942 á Akureyri,
arkitekt. Börn: Vala, f. 10. 1. 1968, Nanna,
f. 10. 3. 1973. Vann við skrifstofustörf að
námi loknu á Akranesi og í Rvík. Var um
tíma flugfreyja hjá Loftleiðum h.f., vann
við skrifstofu- og einkaritarastörf í
London í nokkur ár.
Davíð (Heilmann) Ósvaldsson. Sat SVS
1961—63. F. 27. 2. 1942 í Reykjavík og
uppalinn þar. For.: Ósvald Eyvindsson, f.
6. 4. 1904 í Rvík, d. 12. 9. 1963, útfararstj. í
Rvík, og Jóhanna G. Guðmundsdóttir, f. 1.
3. 1913, frá Dalbæ í Hrunamannahreppi í
115