Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 122
Grímur Valdimarsson. Sat SVS 1961—63.
F. 16. 6. 1943 í Reykjavík. For.: Valdimar
Sveinbjörnsson frá Hámundarstöðum í
Vopnafirði, f.v. íþróttakennari við Mennta-
skólann í Rvík, og Herdís Maja Brynjólfs-
dóttir frá Litla-Landi í ölfusi. Maki 24. 7.
1964: Arnbjörg Guðbjörnsdóttir, f. 4. 3.
1943 í Rvík, skrifstofustj. hjá Lögmanna-
félagi íslands. Börn: Guðbjörn, f. 1. 3. 1961,
Valdimar, f. 5. 12. 1965, Gunnar, f. 7. 5.
1969. Gagnfræðingur frá Núpi í Dýrafirði
1959. Stundaði sjómennsku á skólaárum.
Vann hjá iðnaðardeild SlS 1963—65, gerð-
ist 1966 hluthafi í Rafgeymaverksmiðjunni
Pólar h.f. og verksmiðjustjóri þar. For-
stjóri þess fyrirtækis frá 1973. Hefur lagt
stund á íþróttir og frá þrettán ára aldri
verið liðsmaður í körfuknattleiks- og hand-
knattleiksliði Ármanns. Maki, Arnbjörg
Guðbjörnsdóttir, sat skólann 1961—63,
faðir, Valdimar Sveinbjörnsson, sat skól-
ann 1919. Sjá Árbók I, bls. 64.
Guðjón Slefánsson. Sat SVS 1961—63. F.
26. 8. 1943 í Sandgerði og ólst upp að
Nesjum í Miðneshreppi. For.: Stefán Frið-
björnsson bóndi, ættaður úr Borgarfirði,
og Jónína Eggertsdóttir, ættuð úr Sand-
gerði. Maki 17. 6. 1966: Ásta Ragnheiður
Margeirsdóttir, f. 31. 7. 1945 í Keflavík.
Börn: Jónína, f. 27. 1. 1962, Helga Valdís,
f. 5. 2. 1969, Stefán Ragnar, f. 25. 5. 1977.
118