Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Qupperneq 24
og sveitarfélaganna. Slíkum skólum kynntumst við einnig
í Finnlandi, þar á meðal nýjum og glæsilegum verslunar-
skóla í Lahti. Urðum við satt að segja heilluð af þeim
skóla, skipulagi hans öllu og þá alveg sérstaklega tækja-
búnaði. Hér var skóli almennrar verslunarmenntunar og
svaraði að flestu leyti til þeirra hugmynda, sem hægt var
að eignast glæsilegastar um þess konar menntastofnun.
Hitt duidist ekki, að finnsku samvinnuskólarnir voru
vönduð og íburðarmikil skólasetur. Á tvennt var lögð sér-
stök áhersla: Annað var að gera skólana að stórum heim-
ilum, þar sem nemandinn átti athvarf og skynjaði að leit-
ast væri við að búa honum sem bestan samastað. Sérstakar
konur, húsmæður skólanna kallaðar, báru ábyrgð á skóla-
heimilinu og settu mikinn og sérstæðan svip á stofnanirnar.
Hitt var svo að búa með einstæðum hætti að hinum félags-
lega þætti skólastarfseminnar. Var litið svo á, að hinn fé-
lagslegi þáttur væri að engu leyti ómerkari heldur en hinn
fræðilegi eða sérfræðilegi. Gestum frá fslandi kom þetta
hvort tveggja nokkuð á óvart og það hafði a. m. k. djúp-
stæð áhrif á okkur, mig og konu mína. Litum við svo á, að
hér væri um tvo óvenjulega þætt.i í skólastarfi að ræða, en
sjálf höfðum við um nær áratug átt heima á merku skóla-
setri á íslandi, þar sem einmitt var ’neimavistarskóli á
f ramhaldsskólastigi.
Um fund skólastjóra samvinnuskóla Evrópu, þann, er
haldinn var í Finnlandi í júlí 1955, mætti skrifa langt mál,
þótt ekki verði það gert hér, enda snertir það aðeins óbeint
verkefni mitt í þessari ritsmíð. Ég kynntist á fundi þessum
miklum skólamönnum og lærdómsmönnum. Einn ber þó
hæst í endurminningunni, Harald Elldin, skólastjóri sænska
samvinnuskólans Vár gárd í Saltsjöbaden. Segja má, að
Harald Elldin hafi fyrstur orðið til að taka upp hina nýju
stefnu, sem ég hef lítillega !ýst, í skóla sínum. Til þess lágu
stjórnmálalegar og þjóðfélagslegar ástæður. Tekist hafði
í Svíþjóð fyrr og betur en nokkurs staðar annars staðar að
tryggja stöðu verslunarmenntunarinnar í landinu. Sam-
vinnusamtökin sænsku höfðu átt sinn mikla þátt í þeirri
20