Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Blaðsíða 171
hina þörfustu, en á síðustu tímum hefði hún fjarlægst mjög
meðlimi sína og áhugi þeirra á starfi hennar minnkað.
Nefndi hann aðalfund hjá KRON sem dæmi þar sem mættu
aðeins sjö af 700 til fundar.
Einnig drap Guðmundur á Kaupfélag Borgfirðinga í ræðu
sinni og taldi ekki einleikið, að einstaklingar gætu undir-
boðið, eins og þar hefði orðið raunin á.
Síðari framsögumaður, Hrafn Magnússon, kvað sam-
vinnuhreyfinguna á leið frelsis og framfara og byrinn í
seglum hennar hafa verið mikinn, en um hitt sé deilt, hvort
hann hafi ætíð vísað henni rétta leið. Hann kvað markmið
hennar að brjóta kaupmannavaldið á bak aftur og taldi
hana þurfa þess með að bindast nánar samtökum alþýð-
unnar í landinu, þ. e. a. s. Alþýðusambandinu.
Hrafn drap einnig á dótturfélög Sambandsins, sem hann
sagði skiptast í tvo hópa, hinn fyrri til að byggja upp at-
vinnulífið og ætti hann rétt á sér, en hinn síðari væri að-
eins í þágu gróðasjónarmiða. Einkafyrirtæki og samvinnu-
fyrirkomulag í bland sagði hann næsta ömurlegan hræri-
graut og kvað þurfa róttækra ráðstafana við, ef bjarga
ætti þeim álitshnekki, sem samvinnuhreyfingin hefur beðið
af þessum fyrirtækjum.
Þá var orðið gefið laust og Jón Kristjánsson tók til máls
og drap á þátt samvinnufélaganna í bættri verslunarað-
stöðu landsmanna og peningum hreyfingarinnar væri varið
í þágu fólksins sjálfs. Minntist hann á lög samvinnufélaga
og rétt meðlimanna og baðst skýringa á ummælum Guð-
mundar um 7 menn á aðalfundi, sem hann sagði vera út í
bláinn.
Næstur sté í pontu Jónas Gestsson og tók til umræðu
hlutafélagsformið í sambandi við samvinnufélögin. Hann
bað menn að hugleiða gagnsemi þessara fyrirtækja fyrir
uppbyggingu atvinnulífsins og kvað sjónarmiðið með
rekstri þeirra ekki vera að græða, heldur að verða stoð
undir bættri efnahagsafkomu fólksins í landinu.
Páll Pálsson talaði um baráttu samvinnufélaga og kaup-
manna og kvað slæmri skipulagningu ekki alltaf um að
167