Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 47
Gísli Dagbjartsson. Sat SVS 1931—33. F.
29. 9. 1908 að Syðri-Vík í V.-Skaftafells-
sýslu og uppalinn þar. For.: Dagbjartur
Sveinsson, f. 21. 6. 1864 að Holti á Síðu, d.
27. 6. 1937, bóndi í Syðri-Vík, og Guðlaug
Sveinsdóttir, f. 21. 11. 1875 í Syðri-Vík í
Landbroti, d. 22. 10. 1950. Maki 4. 4. 1939:
Aðalbjörg Zophoniasdóttir, f. 7. 4. 1918 að
Bárðarstöðum í Loðmundarfirði. Börn:
Gylfi, f. 6. 6. 1939, yfirsímritari, Álfheiður,
f. 26. 9. 1941, húsmóðir, Óli, f. 11. 8. 1953,
símvirkjameistari. Vann 1933—42 ýmis
störf, en hefur síðan 1942 unnið hjá Pósti
og síma í Reykjavík, síðustu 20 ár sem
verkstjóri í skeytaútsendingu.
Guðbjörg Helga Jónsdóttir. Sat SVS 1932—
33. F. 22. 10. 1910 að Haganesi á Húsavík
og uppalin á Húsavík. For.: Jón Flóvents-
son, f. 8. 7. 1876 á Húsavík, d. 1938, af-
greiðslumaður á Húsavík, og Guðný Helga-
dóttir, f. 18. 5. 1880 að Haganesi í Mý-
vatnssveit, d. 1956. Var húsmóðir og
saumakona á Húsavík. Maki 6. 6. 1936:
Einar Sigurðsson, f. 1. 4. 1897 í Rvík, d.
1972, fulltrúi á Akureyri. Börn: Haukur,
f. 17. 3. 1937, vélstjóri í Rvík, Inga, f. 20.
7. 1940, d. 21. 4. 1941, Ingvi Jón, f. 25. 6.
1942, tannlæknir á Akureyri. Stundaði nám
í unglingaskóla á Húsavík. Vann við versl-
unarstörf á Akureyri 1933—36 og 1966—
70, hefur einnig stundað heimasaum og
ræstingar. Starfaði í Kvenfélaginu Fram-
tíðin á Akureyri frá 1937 og Kvenfélagi
Akureyrarkirkju frá 1940 og í Oddfellow-
reglu frá 1947. Hefur mikið sinnt sönglist
og sungið í kórum á Akureyri.
43