Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Qupperneq 60
í Grímsnesi og Biskupstungum, en þó lang-
lengst í Skálholti hjá Jörundi Brynjólfs-
syni alþm. Vann verkamannavinnu í Rvík
1941—42. Keypti jörðina Hvítárholt i
Hrunamannahreppi vorið 1942 og verið
bóndi þar síðan. Sat sex ár í stjórn Veiði-
féiags Árnesinga. Hefur mjög stundað bók-
leg fræði, s. s. sögurannsóknir, samið rit-
gerðir um Njáluhöfund og einnig ritað um
sögur Jóns Trausta. Ritgerð um skáldskap
og listir 19. aldar. Lagt stund á tungumál
og nam spænsku af sjálfum sér og samdi
spænsk íslenska orðabók, sem engin var
til áður. Heimsótti Spán 1975 til að kynn-
ast landi og þjóð og heyra lifandi mælta
af munni fram þá tungu, sem hann hafði
lært af bókum.
Trausti Árnason. Sat SVS 1931—33. F. 13.
10. 1913 að Hnjóti í Örlygshöfn, Rauða-
sandshreppi, og ólst upp þar. For.: Árni
Magnússon, bóndi að Hnjóti, og Arnfríður
Thorlacius Erlendsdóttir frá Hvallátrum.
Maki 14. 12. 1935: Sigríður Olgeirsdóttir,
f. 23. 9. 1917 í Stykkishólmi. Börn: Una, f.
28. 11. 1935, kaupkona, Fríða Sigurveig, f.
11. 11. 1938, húsmóðir í Keflavík, Borg-
hildur, f. 15. 5. 1941, húsmóðir í Hvera-
gerði, Svanhildur, f. 27. 12. 1942, kaup-
kona, Árni, f. 11. 2. 1945, tæknifr., María
Olga, f. 6. 5. 1946, húsm. á Selfossi, Char-
lotta María, f. 28. 4. 1948, húsmóðir á
Skagaströnd. Fóstursonur: Unnar Geir
Holman, heima. Stundaði nám í bókfærslu
við Bar-Lock-Institutet í Stokkhólmi.
Verslunarmaður við Kf. Stykkishólms
56