Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Síða 166
Hann hélt að það færi ekki betur fyrir karlmönnunum.
Aðrir, sem tóku til máls, voru: Guðbrandur Jakobsson,
Marías Guðmundsson, Lárus Þórarinsson, Ingimar Jörgens-
son, Bárður Sigurðsson, Helgi Elíasson og Öskar Þor-
kelsson.
Seinasti liður á dagskrá var ýmis mál. Las Lúðvík Jóns-
son bréf frá íþróttanefnd skólans. Var það lesið vegna þess,
að ritstjóri hafði ekki lesið orðrétt upp framangreint bréf.
Út af þessu urðu nokkrar umræður, en að þeim loknum
las Lúðvík upp svohljóðandi tillögu:
„Við undirritaðir gerum það að tillögu okkar, að greinar
þær, sem birtast eiga í skólablaðinu, verði birtar orðréttar
frá hendi greinahöfunda eða, að öðrum kosti, að nefnd
verði kosin til þess að yfirfara greinarnar, en megi ekki
breyta neinu, nema með leyfi höfundar. Ef hann fellst ekki
á breytinguna, getur hann tekið greinina aftur“. Albert
Guðmundsson, Lúðvík Jónsson.
Var tillaga þessi borin undir atkvæði og felld. Fleira
kom ekki fram á fundinum og honum slitið kl. 19.30.
VETURINN 1952-53
2. ársfundur
Fundur var haldinn í Skólafélaginu 31. okt. Formaður,
örlygur Hálfdánarson, setti fundinn með því að slá fundar-
hamrinum nokkrum sinnum í borðið.
Fyrsta mál fundarins var það, að ritari félagsins las upp
fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt breyt-
ingalaust.
Ritari fundarins var skipaður Bent Jónsson.
Eftir það hófust umræður. Var fyrst rætt um skóla-
blaðið, og hafði Gisli Sigurðsson ritstjóri framsögu um það
mál. Ræddi hann tilhögun blaðsins og stakk upp á því, að
162