Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 34
Halldór Sigurðsson. Sat SVS 1922—23.
F. 29. 9. 1902, d. 27. 7. 1961, ólst upp á
Geirmundarstöðum í Skagafirði. For.: Sig-
urður Sigurðsson, bóndi á Geirmundarst.,
og kona hans, Ingibjörg Halldórsdóttir.
Maki 11. 6. 1932: Sigríður Sigurðardóttir
Pálmasonar, kaupmanns á Hvammstanga,
f. 27. 9. 1912 á Æsustöðum í Langadal, A.-
Hún., uppalin á Hvammstanga frá þriggja
ára aldri, d. 23. 6. 1962. Börn: Hreinn, f.
29. 7. 1934, kaupm. í Rvík, Björk, f. 15. 4.
1939, húsfrú í Borgarnesi, Sigurður, f. 25.
5. 1946, í námi við Háskóla Islands. Stund-
aði nám í Hvítárbakkaskóla 1918—20. Var
fulltrúi og bókari hjá Kf. V.-Hún. á
Hvammstanga 1923—33, síðan skrifstofu-
maður hjá Kf. Eyfirðinga á Akureyri í eitt
ár, fulltrúi hjá Kf. Borgfirðinga í Borgar-
nesi 1934—1957. Sparisjóðsstj. Sparisjóðs
Mýrasýslu í Borgarnesi 1957 til dauðadags.
Form. Ungmennasambands Borgfirðinga
1939—43, ritari i stjórn U.M.F.l. 1940—46.
Starfaði mikið fyrir Umf. Skallagrím í
Borgarnesi, m. a. að leikstarfsemi. Átti
sæti í hreppsnefnd og skólan. á Hvamms-
tanga og sat í skólanefnd í Borgarnesi. Var
í mörg ár formaður kirkjukórasambands
Mýraprófastsdæmis og lengi söngstjóri
Kirkjukórs Borgarness og fleiri kóra, m. a.
fvrsti söngstj. skólakórs Samvinnuskólans
að Bifröst. Umdæmisstjóri Rotary 1959—
60. Synir sátu SVS: Hreinn 1952—53 og
Sigurður 1964—66, sem einnig tók stúdents-
próf frá framhaldsdeild SVS 1977.
30