Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 169
heimili til frjálsrar notkunar. Sagði hann, að þar mætti
kenna smíðar, auk annarrar starfsemi.
Næstur tók til máls Leifur Unnar og gagnrýndi hann
einnig æskulýðshallarbyggingu. Sagði hann skautasvell á
Tjörninni vera lítið sótt og bjóst þá ekki við að mikil að-
sókn yrði að skautasvelli í æskulýðshöllinni. Bar hann
fram fyrirspurn, hvort ekki væri hægt að stöðva byggingu
,,hallarinnar“.
örlygur tók þá aftur til máls og svaraði fyrirspurn Leifs.
Sagði hann, að vel mætti stöðva byggingu ,,hallarinnar“,
en grunninn mætti nota sem andapoll.
Kristinn Ketilsson tók þá næstur til máls og mælti fyrir
hönd íþróttamanna, en skoðun þeirra á æskulýðshöllinni
kom þó greinilega fram í ræðu Péturs Péturssonar, en hann
talaði næstur. Var hann andvígur ,,höllinni“ í ýmsum atr-
iðum, en með í öðrum.
Hrafn Benediktsson steig næstur í stólinn og lét skammt
líða milli stórra högga í garð „hallarinnar", og hefði hún
efalaust hrunið til grunna undan slíkum höggum hefði hún
verið risin af grunni. Eitt af mörgu, sem Hrafn sagði, var
það, að betra væri að kalla þetta spillingarhöll en æsku-
lýðshöll, því hún yrði sannkölluð gróðrarstía fyrir alls kon-
ar spillingu.
Stefán nýliði Gunnarsson tók til máls. Taldi hann að
höllin yrði nokkurs konar „game“staður fyrir æskulýð
Reykjavíkur og vitnaði í því sambandi til sinna fyrri heim-
kynna, en það virðist sem eitthvað svipað hafi skeð þar.
Stakk hann upp á að vélarnar yrðu teknar úr „Hæringi"
og honum svo hvolft á þurrt land og notaður í stað æsku-
lýðshallar.
Gunnsteinn Karlsson tók næstur til máls. Gagnrýndi
hann mjög stærð væntanlegrar „hallar“, en mælti með
minni félagsheimilum.
Þegar hér var komið, reis fundarstjóri úr sæti og lagði
til, að fundi yrði slitið, en samþykkt var að framlengja
fundinn um hálfa klukkustund.
Gísli Sigurðsson, Bent Jónsson og Hermann Hjartarson
165