Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 76
yfirkerfisfræðingur hjá Skýrsluvélum rík-
isins, Jón Guðni, f. 6. 8. 1947, d. 29. 7. 1966,
var gjaldkeri í Útvegsbanka Islands, Auð-
ur, f. 3. 12. 1952, fóstra og sérkennari. Var
einn vetur í kvöldskóla K.F.U.M. Vann við
verslunarstörf 1943—45 og aftur 1966—68,
húsmóðir, hefur síðan 1968 verið skóla-
ritari við gagnfræðaskóla í Rvík. Kórfélagi
í Alþýðukórnum 1958—62, Liljukórnum
1962—67 og í Söngsveit Skagfirðinga frá
1971. Varaformaður og ritari í stjórn skóla-
ritarafélagsins frá stofnun þess, 1973.
Marías Þórarinn Gnðmundsson. Sat SVS
19Jfl—43. F. 13. 4. 1922íHnífsdalogólstupp
þar. For.: Guðmundur Stefán Guðmunds-
son, var lengi formaður á bátum en hætti
sjómennsku vegna heilsubrests, siðan
veiðimaður, m. a. kunn grenjaskytta við
Djúp, ættaður úr Isafjarðardjúpi, og Jóna
Salómonsdóttir úr Álftafirði, en uppalin í
önundarfirði. Maki 8. 5. 1954: Málfríður
Finnsdóttir, f. 22. 11. 1923 frá Hvilft í ön-
undarfirði, hjúkrunarfræðingur. For.:
Finnur Finnsson og Guðlaug Sveinsdóttir.
Börn: Guðmundur Stefán, f. 3. 10. 1954,
Áslaug, f. 11. 4. 1956, Bryndís Hlíf, f. 3. 5.
1960, Árni, f. 1. 12. 1969. Átti áður barn
með Ingibjörgu Ólafsdóttur frá Súðavík,
Hildi, f. 24. 9. 1946. Lauk prófi frá Gagn-
fræðaskóla Isafjarðar og hefur síðan sótt
ýmis námskeið um stjórnun og vinnuhag-
ræðingu. Var starfsmaður Kf. Isfirðinga
1943—47, gjaldkeri og bókari hjá Oliusam-
lagi útvegsmanna á Isafirði 1947—64, fram-
kvæmdastj. Ishúsfélags Isfirðinga 1964—
72