Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 98
Jóhannes Ágústsson. Sat SVS 1952—53. F.
26. 1. 1935 í Rvík. For.: Ágúst Einarsson,
verslunarmaður í Rvík, d. 1938, og Ingi-
björg Svava Jóhannesdóttir, fædd í Rvík,
uppalin á Isafirði, um árabil forstöðukona
Bæjarþvottahúss Re.vkjavíkur. Maki 27.12.
1958: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 11. 1.
1934 i Rvík. Börn: Svavar Þór, f. 23. 7.
1958, í iðnskóia, Sigrún, f. 7. 5. 1962,
Styrkár, f. 30. 11. 1966. Hefur starfað hjá
Eimskipafélagi Tslands h.f. frá 1954 að
undanskildum þrem árum, er hann vann
hjá Friðrik Bertelsen & Co. h.f., hjá Ax-
minster h.f. og um tíma sölumaður hjá
Sveini Helgasyni h.f.
Jóhann Þorsteinsson. Sat SVS 1952—53.
F. 5. 11. 1935 í Stykkishóimi og ólst upp
þar. For.: Þorsteinn G. Þorsteinsson sjó-
maður frá Rvík og Veronika Konráðsdótt-
ir frá Ólafsvík, húsmóðir. Maki 17. 6. 1964:
I-Ialldóra Sveinbjörg Gunnarsdóttir, f. 2.
11. 1940 á Bíldudal og ólst upp þar. Vann
hún ýmis verslunarstörf til 1971, hefur síð-
an unnið við bókhald og skrifstofustörf
hjá frystihúsi þeirra hjóna. Barn: Arnbjörg
Linda, f. 27. 9. 1959, nemandi í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Tók landspróf frá
Núpsskóla. Stundaði nám í Stýrimanna-
skólanum 1960—61. Stundaði ýmis störf
1953—56, skrifstofustörf hjá Kf. Arnfirð-
inga 1956—57, hjá Kf. Dagsbrún í Ólafs-
vik 1958—59, síðan sjómaður til 1971, þar
af skipstj. á eigin bát frá 1964. Hefur frá
1971 rekið frystihús og útgerð í Rvík, Faxa-
vík h.f.
94