Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Blaðsíða 164
kosning verið tekin upp í flestum eða öllum skólum. Við-
víkjandi fyrirmælum í hinum nýju lögum, um að kjósa yfir-
mann skemmtinefndar, sagði Marías, að nauðsynlegt væri
að hafa slíkan mann til að sjá um að nemendur ræktu það
starf vel af hendi og gerðu það sem þeim bæri, enda hver
nefndarmaður skyldugur til þess.
Bað nú Guttormur Óskarsson, einn yngri deildinga, um
skýringu á fimmtu gr. laganna, hvort ekki ætti að kjósa
einn mann úr yngri deild í stjórnina. Marías Guðmundsson
varð fyrir svörum og sagði, að varastjórn væri öll kosin úr
yngri deild. Tók nú fundarstjóri hverja lagagrein fyrir sig
og bar undir fundarmenn. Voru þær allar samþykktar með
lítilli breytingu, eða viðbæti frá Alberti Guðmundssyni við
aðra grein.
Þá hófst stjórnarkosning, og kom fram tillaga frá Bárði
Sigurðssyni um óhlutbundna listakosningu skv. heimild í
lögum. Var hún samþykkt með þrettán atkv. gegn engu.
Kom nú fram fyrirspurn frá Helga Elíassyni hvort lög
þessi öðluðust þegar gildi, eða ekki fyrr en á næsta aðal-
fundi. Marías Guðmundsson varð fyrir svörum og sagði, að
sér væri það ekki fullkomlega kunnugt hvort nokkur lög
væru til um þetta efni, en venjulega væri það svo, að þegar
búið væri að samþykkja lagabreytingar væru þær þar með
gengnar í gildi.
1 stjórn voru kosnir: Marías Guðmundsson form., Guð-
brandur Jakobsson ritari og Eiríkur Guðmundsson gjaldk.
Varastjórn: Guttormur Óskarsson form., Geir Guðmunds-
son ritari og Helgi Elíasson gjaldk. Þá var kosið íþróttaráð,
og er það skipað þessum mönnum: Þorvarður Árnason
form. með 35 atkv., Lárus Þórarinsson 22 atkv. og Albert
Guðmundsson með 21 atkv. Skemmtanastjóri var kosinn
Bárður Sigurðsson, endurskoðendur voru kosnir: Óskar
Þorkelsson og Helgi Elíasson. Kristján Þorsteinsson var
kosinn ritstjóri og vararitstjóri Rannveig Ágústsdóttir.
Að endingu mælti hinn nýkjörni formaður nokkur vel-
valin orð til fundarmanna og þakkaði það traust, sem sér
og hinum meðlimum stjórnarinnar hefði verið sýnt. Þá
160