Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Síða 161
3. Fósturjörðin og ég. Framsögumaður Skúli Jóhanns-
son. Hann fór mörgum fögrum orðum um fósturjörðina og
líkti henni við ástríka fóstru.
Jóhannes Helgason þakkaði framsögumanni fyrir sína
góðu ræðu.
Skúli Jóhannsson talaði um að ekki væri rétt að koma
með pólitísk málefni á fundina. Björn Stefánsson andmælti
Skúla og einnig Þórarinn Þórarinsson, og sagði hann, að
rétt væri að menn væru frjálsir um val verkefna.
4. Eiga bændurnir að eiga jarðirnar? Framsögumaður
Guðmundur Ólafsson. Hann talaði um að ríkið ætti að eiga
allar jarðir, en ekki einstaklingar, og lofaði hann mjög
Rússland.
Ingimundur Steinsson talaði næstur, og gerði hann sam-
anburð á Danmörku og Rússlandi og taldi réttlætinu betur
fullnægt í Rússlandi.
Jóhannes Helgason minntist á, að hann hefði hvergi í
ræðu framsögumanna heyrt rök fyrir því, að bændurnir
ættu ekki að eiga jarðirnar.
Björn Stefánsson sagði að sér fyndist óeðlilegt að bænd-
urnir ættu jarðirnar.
Kjartan Guðnason talaði og áleit heppilegast að bænd-
urnir ættu ekki jarðirnar, heldur ríkið sjálft. Einnig töluðu
þessir í málinu: Friðjón Stefánsson, Ingimundur Steinsson,
Guðmundur Hjálmarsson, Guðmundur Ólafsson, Þorleifur
Guðmundsson og Randver Sæmundsson.
Þá kom fram munnleg tillaga um að taka málið út af
dagskrá, og var hún samþykkt, og borin upp tillaga, sem
var frestað, sem var svohljóðandi: „Fundurinn samþykkir
að fundartímanum verði breytt frá því sem nú er og fram-
vegis verði fundir haldnir kl. 8 e. h.“. Hjörleifur Magnús-
son, Friðjón Stefánsson og Björn Stefánsson. Tillagan var
nokkuð rædd og því næst felld.
5. Hvort er betra, krókurinn eða keldan? Framsögu-
maður Jakobína Hallsdóttir. Hún kvað sig algerlega með
króknum. Björn Stefánsson talaði í málinu, og síðan var
það tekið út af dagskrá.
157