Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Side 53
Ingimundur M. Steinsson. Sat SVS 1931—
33. F. 24. 9. 1910 á Isafirði og ólst upp þar.
For.: Steinn Sigurðsson frá Efrihúsum í
önundarf. og Ólöf Guðmundsdóttir frá Hóli
í önundarf., en þau bjuggu á Isafirði frá
1903. Maki 28. 8. 1943: Ruth Hildegard,
fædd Liedtke, f. 23. 10. 1921 í Pillau í
Austur-Prússlandi, d. 23. 1. 1976, var
handavinnukennari. Stundaði nám í ungl-
ingaskólanum á ísafirði 1924—26, var á
millilandaskipum 1933—38, vann á fisk-
iðnaðarrannsóknarstofu í Hamborg 1938—
40 og nam einnig fiskiðnfræði hjá Islands-
vininum dr. Herbert Mehner. Varaverkstj.
hjá Deutsche Seefischerei Gesellschaft
1940- 42, yfirverkstj. hjá Ostsee Ostpreus-
sische Fischraiicherei und Fischkonserven-
fabrik G.M.B.H. í Pillau 1942-45, starfaði
1945 hjá Fiskimálanefnd, en hefur unnið
hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. frá 1945.
Jakobína Hallsdóttir. Sat SVS 1931—33.
F. 17. 12. 1908 á Hofsósi í Skagafirði. For.:
Ilallur Einarsson bátaformaður og Frið-
rikka Jóhannsdóttir. Maki 19. 9. 1941: Páll
Stefánsson, f. 17. 7. 1907 í Borgarnesi,
verkamaður. Börn: Hallur Friðrik, f. 9. 2.
1942, verkamaður, Vigdís, f. 4. 2. 1945,
skrifstofustúlka. Starfaði jafnframt hús-
móðurstörfum í vefnaðarvörudeild Kf.
Borgfirðinga í Borgarnesi 1935—41 og
1951—75. Bróðir, Kristján, sat skólann
1936-37 og dóttir, Vigdís, 1962-64.
4
49