Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Qupperneq 163
ýmissa félaga víðs vegar um landið. Allir þessir nemendur
byrjuðu að æfa ræðumennsku í Málfundafélagi skólans“.
Yfirkennarinn sagði, að haldnar hefðu verið stjórnmála-
umræður í skólanum og að þá hefðu verið kosnir fulltrúar
fyrir hvern flokk, án persónulegra skoðana. Honum fannst
ekki ástæða til að hafa stjórnmálaumræður þar sem hver
hefði sína skoðun, vegna hita, sem ekki ætti við, þar sem
þetta væri eingöngu til æfinga og að þær hefðu í för með
sér persónulegan skæting manna á milli öllum til leiðinda.
Enn fremur bað hann nemendur um að sækja vel fundi og
það, sem væri fyrir öllu, að mæta stundvislega og velja
góð málefni sem allir gætu rökrætt um.
Þegar yfirkennari hafði lokið máli sínu, þakkaði fundar-
stjóri með nokkrum orðum góðar ráðleggingar og sagðist
vona að nemendur notfærðu sér þær.
Annar liður á dagskránni var lestur fundargerðar síð-
asta fundar. Var hún samþykkt. Því næst voru reikningar
félagsins frá fyrra kjörtímabili lesnir, endurskoðaðir af
Kjartani Jóhannssyni og Guðbrandi Jakobssyni. Voru þeir
samþykktir með nokkrum athugasemdum frá hinum síð-
ari. Voru nú lesin lög félagsins, sem voru í 13 greinum. Gaf
fundarstjóri mönnum kost á að ræða þau. Marías Guð-
mundsson kvaddi sér fyrstur hljóðs og kvaðst vera hér með
nýtt lagafrumvarp til breytinga á lögum félagsins.Var frum-
varp hans í 14 liðum. Færði hann nokkur rök með frum-
varpinu, sem var samþykkt mótatkvæðalaust. Taldi Marías
brýna nauðsyn bera til að stofnað yrði íþróttaráð, sem sæi
um kappleiki, er skólinn tæki þátt í. Nefndi hann dæmi um
þá óstjórn, sem verið hefði á íþróttamálum skólans síðast-
liðinn vetur, en með kosningu íþróttaráðs væri fyrirbyggt
að hún endurtæki sig aftur.
Marías minntist á fimmtu grein laganna, um að hafa
óhlutbundna listakosningu, og sagði, að hún væri hentugri
okkur vegna hins stutta tíma, þ. e. tvö ár, sem við værum
í skólanum. Því að á hverjum aðalfundi væri helmingur
nemenda, sem ekki hefði verið í skólanum áður og þekkti
þess vegna lítið hvern annan, enda hefði óhlutbundi” hsta-
159