Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Blaðsíða 28
Helgu Sigurðardóttur, og hún beðin að veita liðsinni og
ábendingar. Að vísu tókst eftir mikla leit og fyrirhöfn að
ráða konu til starfsins, en þegar til átti að taka og skömmu
áður en von var á fyrstu nemendunum til Bifrastar sendi
hún skeyti, þar sem hún hafnaði starfinu.
Eins og þeir vita, sem til þekkja, kom það í hlut konu
minnar, Guðlaugar Einarsdóttur, að leysa vandræðin og
taka að sér húsmóðurstarfið. Um þá mannaráðningu verða
aðrir að dæma en ég.
Eftir er þá aðeins að geta þess að inntökupróf, hið
fyrsta í Samvinnuskólann Bifröst, var haldið í húsakynn-
um Menntaskólans í Reykjavík dagana 5.—10. október.
Vegna mikilla rigninga og óhagstæðs tíðarfars sumarið
1955 hafði orðið að fresta prófinu sem auglýst hafði verið
síðari hluta septembermánaðar, en allir framhaldsskólar
landsins hófu starfsemi sína hálfum mánuði til þrem vik-
um síðar en venja var að ósk stjórnvalda landsins. Undir
próf um skólavist gengu 69 umsækjendur. Af þeim stóðust
41 prófið, en ekki reyndist auðið að taka fleiri en 32 nem-
endur í skólann.
Samvinnuskólinn í Bifröst var, eins og fyrr greinir, sett-
ur í fyrsta sinn laugardaginn 22. október. Skólasetningin
hófst með því að síra Bergur Björnsson prófastur í Staf-
holti flutti ávarp og bæn. Þá hélt skólastjóri setningarræðu,
en síðan tóku til máls Erlendur Einarsson og Benedikt
Gröndal. Þeir fögnuðu báðir nýjum áfanga í skólastarfi
samvinnusamtakanna og báðu skólanum heilla og bless-
unar. Eftir skólasetninguna voru bornar fram veitingar
og sá matráðskona skólans, Helga Þóroddsdóttir og starfs-
lið hennar, um þann þátt af miklum myndarskap.
Ekkert skorti á hið ytra, en framtíðin átti eftir að leiða
í ljós hversu til myndi takast um hið innra, menntun og
manndóm efnilegra og áhugasamra nemenda.
Breiðholti 5. febrúar 1978.
Guðmundur Sveinsson.
24