Blik - 01.06.1976, Síða 8
Mennigarhugsjónir séra Halldórs
Kolbeins voru margþættar. Ríkur
þáttur í þeim efnum var bindindis-
starfið og regluboðunin. Presturinn
starfaði í Goodtemplarareglunni
töluverðan hluta ævi sinnar og fyrir
Stórstúku Islands um langt árabil.
Arið eftir að séra Halldór Kol-
beins lauk guðfræðiprófinu (1920),
gerðist hann prestur í Flatey á
Breiðafirði. Þá bar honum sem öðr-
um íslenzkum sóknarpresti fyrr og
síðar að húsvitja, eins og það var
kallað, taka manntal, prófa kunnáttu
uppvaxandi barna o. fl. Töluverður
hluti sóknarbarna hans byggði
Breiðafjarðareyjar, bjó þar. Þangað
hlaut því leið hans að liggja. Meðal
annarra eyjaheimila húsvitjaði ungi
presturinn heimilið að Hvallátrum,
þar sem voru yfir 20 manns, fast
heimilisfólk. Hjónin á Hvallátrum
þá voru kunn um allar byggðir
Breiðafjarðar sökum framtaks, bú-
hyggju og rausnar. Þau hétu Olafur
Aðalsteinn Bergvinsson, bóndi og
jarðræktarmaður mikill og kunnur
bátasmiður, og frú Olína Jóhanna
Jónsdóttir, húsfreyja. Þau áttu mörg
börn og meðal þeirra dóttur 23 ára
gamla, Láru Ágústu að nafni. - Já,
jarðræktarmaður mikill, sagði ég.
Olafur faðir heimasætunnar að Hval-
látrum var ekki aðeins nafnkunnur
bátasmiður um allar sveitir Breiða-
fjarðar fyrir báta sína, sem voru
bæði stórir og smáir.
Sjálfum sér smíðaði hann sér tein-
æring (tíæring), sem bóndi notaði
lengi, m. a. til flutninga á fé milli
eyja, hinna „óteljandi eyja“ þar um
fjarðarslóðir. Teinæring þennan
kallaði hann Egil.
Ölafur bóndi á Hvallátrum keypti
fyrstur manna við Breiðafjörð plóg,
herfi og hestareku og notaði af hinni
mestu elju þessi nýtízkuverkfæri við
jarðyrkjustörfin, svo að sögur fóru
af framkvæmdum þessum á jörðinni.
Á þeim árum varð ekki svo auðveld-
lega gripið til hins tilbúna áburðar
til þess að bæta jarðvegi ræktaðs
lands þurrð áburðarefna. Og ekki
voru kýr Ólafs bónda fleiri en svo,
að mykjan hrykki meir en til að nota
á gamla jarðartúnið. Þá gekk sauð-
fé bónda að töluverðu leyti sjálfala
í eyjum á vetrum og svo á heiðum
uppi að sumrinu.
Hvað var þá til ráða til þess að
afla áburðar, svo að aukin jarðrækt
gæti átt sér stað? Framtak þessa
bónda var einstakt og dugnaður frá-
bær. Hann safnaði með vinnumönn-
um sínum og öðru tiltæku starfsliði,
fugladrít í Breiðafjarðareyjum og
-skerjum og notaði hann við aukna
túnrækt á Hvallátrum. Ég get ekki
stillt mig um að geta þessa hér, þó
að um sé að ræða minningarorð um
dóttur hans. Ber þar tvennt til. Vissu-
lega hafði frú Lára, prestskonan að
Ofanleiti, erft framtak og hyggjuvit
föður síns, það sýndi hún í félags-
störfum í sókninni og heimilishátt-
um, þó að annar blær væri yfir því
öllu en ræktunarframkvæmdum föð-
ur hennar á Hvallátrum. I öðru lagi
minnir þetta hyggjuvit og framtak
Hvallátrabóndans mig á það snjall-
6
BLIK