Blik - 01.06.1976, Síða 10
heimilisfólks, aldur og e. t. v. kunn-
áttu í kristnum fræðum. Þarna sá
hinn ungi prestur og guðsþjónn
heimasætuna áður nefndu á Hvallátr-
um. Og ekki er að leyna því, að þar
„varð ást við fyrstu sýn“, eins og
bróðir séra Halldórs Kolbeins skrif-
aði um húsvitjun þessa hálfri öld
síðar.
Séra Halldór Kolbeins, sóknar-
prestur í Flatey, og Lára Agústa,
heimasæta að Hvallátrum, gengu í
heilagt hjónaband 26. júlí 1924. Hún
var þá 26 ára (f. 26. marz 1898) og
hann 31 árs (f. 1893).
Hjónavígslan átti sér stað í sókn-
arkirkju séra Halldórs í Flatey. Séra
Bjarni Símonarson, sóknarprestur að
Brjánslæk og prófastur í Barða-
strandarsýslu, framkvæmdi hjóna-
vígsluna.
Séra Halldór Kolbeins var sóknar-
prestur í Flatey í fimm ár. Árið
1926 sótti hann um Stað í Súganda-
firði og hlaut þar kosningu. Þar sat
hann síðan prestur í fimmtán ár
(1926-1941).
Arið 1941 var séra Halldóri veitt
brauðið að Mælifelli í Skagafirði.
Þar dvöldust þau hjónin aðeins í
fjögur ár (1941-1945). Þá gerðist
atburður, sem varð þess valdandi, að
prestshjónin fluttust til Vestmanna-
eyja.
Mágur séra Halldórs Kolbeins,
séra Sigurjón Þ. Árnason, sóknar-
prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyj-
um (1924-1945), var kvæntur systur
séra Halldórs, frú Þórunni Kolbeins
að Ofanleiti. Þau hjón fluttust til
Reykjavíkur þetta ár (1945), þar sem
séra Sigurjón gerðist sóknarprestur
í Hallgrímsprestakalli. Hann hafði
þá verið sóknarprestur í Vestmanna-
eyjum í 21 ár við mikinn og góðan
orðstír. (Sjá Blik 1974). Þá sótti
séra Halldór Kolbeins um Eyjasókn
og hlaut kosningu.
Síðan sátu þau prestshjónin, séra
Halldór og frú Lára Kolbeins, Ofan-
leiti með dyggð og miklum sóma í
sextán ár eða þar til séra Halldór lét
af prestsskap 1961 sökum heilsu-
brests, enda þá nær sjötugur að aldri.
Þá fluttust prestshj ónin til Reykja-
víkur og nutu þar samlífs og öryggis
dætra sinna, sem þar eru búsettar,
svo og hinna, sem fjær bjuggu.
Árið 1962 gegndi séra Halldór
Kolbeins prestsstörfum austur í Nes-
kaupstað um átta mánaða skeið í for-
föllum eða sökum skorts á presti.
Sama árið (1945) sem þau prests-
hjónin fluttu til Eyja, tók séra Hall-
dór að sér tímakennslu hjá mér við
gagnfræðaskólann. Því starfi hélt
hann um árabil eða meðan heilsa
hans leyfði og hann gat innt það
starf af hendi. Þá kenndi frú Lára
einnig um tíma handavinnu (sauma)
við gagnfræðaskólann og síðan dæt-
ur þeirra prestshjónanna á mismun-
andi tíma. Presturinn kenndi kristin-
fræði, ensku og sögu. Þá var séra
Halldór einnig um sinn prófdómari
við gagnfræðaskólann, og formaður
skólanefndar var hann eitt sinn. 011
störf þessa fólks voru innt af hendi
af alúð, góðvild og ræktarsemi við
skyldustörfin og uppeldis- og fræðslu-
8
BLIK