Blik - 01.06.1976, Síða 11
VESTMANNEYSKAR BLÓMARÓSIR
Aftari röS frá vinstri: Gréta Runólfsdóttir, Hilmisgötu 7, Rannveig Filippusdóttir, Austur-
vegi 2, Asa Haraldsdóttir frá Sandi, Lára Þórðardóttir frá Skálanesi, Berta Engilberts-
dóttir, Hilmisgötu 5, Ester Ágústsdóttir frá Aðalbóli, Þyri Agústsdóttir frá Varmahlíð. -
Fremri röð frá vinstri: Aslaug Arnadóttir Johnsen frá Ardal, Sigrún Olafsdóttir frá Brim-
bergi, Erna Elíasdóttir, Hásteinsvegi 15, Guðný Gunnlaugsdóttir frá Gjábakka. - Myndin
mun tekin árið 1941 eða 1942.
gildi skólans. Þessa samstarfs minn-
ist ég með hlýju og ánægju.
Á uppvaxtarárum sínum á Hval-
látrum stundaði heimasætan nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík. Áður
hafði hún stundað nám við Rjóma-
bústýruskóla Grönfelds á Hvítárvöll-
um í Rorgarfirði.
Eftir að frú Lára Kolbeins giftist
séra Halldóri, stundaði hún nám í
orgelleik hjá Páli Isólfssyni með
þeirri fyrirætlan, að geta leikið á
orgel við prestlegar athafnir eigin-
manns síns, þegar hann t. d. skírði
börn heima hjá prestshjónunum eða
gifti elskendur. Einnig vann hún
mikið að félagsstörfum með manni
sínum, t. d. bindindismálum. Hún
var félagslynd kona, hugljúf og hlý,
sem ávann sér traust og hlýhug. Þá
má einnig geta þess, að hún veitti
málefnum vangefinna í landinu mik-
inn stuðning í hugsun og starfi.
Frú Lára Kolbeins var formaður
Kvenfélags Landakirkju í Vestmanna-
eyjum um sinn og fékk þar mörgu
góðu og gagnlegu til vegar komið til
eflingar kristindómi og sönnu safn-
aðarlífi í Ofanleitissókn.
Haraldur Guðnason, bókavörður í
BLIK
9