Blik - 01.06.1976, Qupperneq 12
Vestmannaeyjum, var heimilisvinur
prestshjónanna að Ofanleiti. Hann
og séra Halldór störfuðu saman að
ýmsum fræðslumálum, t. d. við
esperantonám o. fl. Eftir fráfall frú
Láru Kolbeins skrifaði bókavörður-
inn: „Frú Lára Kolbeins var félags-
lynd. Hún vann ótrauðlega að bind-
indismálum með manni sínum, en
séra Halldór boðaði fleira en guðs
orð, t. d. prédikaði hann alla ævi af
krafti móti Bakkusi . . . Prestskonan
á Ofanleiti trúði á hina betri parta
mannsins, þótt brottgengur sé enn
sem fyrr. Hún lagði ávallt gott til
mála. Allt starf hennar var uppeldis-
og mannbótastarf.
Ofanleitishjón stjórnuðu búi sínu
með rausn. Á Ofanleiti var mönnum
tekið með sömu virkt, hvort sem
gesturinn var umkomulítill eða bélt
sig vera höfðingja. Séra Halldór var
heimspekingur og idealisti. Frúin
var þetta kannski engu síður, en hún
var líka raunsæ og áræðin dugnað-
arkona. Það hefur líklega verið arfur
frá Hvallátrum. Stórt bú þurfti mik-
ils með. Ég held, að séra Halldór
hafi í engu vanrækt sitt húsbónda-
hlutverk, en vafalaust hefði lífsgang-
an orðið honum stórum örðugri, ef
hann hefði ekki haft við hlið sér til
endadægurs aðra eins mannkosta-
konu og heimasætuna frá Hvallátr-
um, sem var honum ung gefin.“ -
Þetta voru orð bókavarðarins.
Prestshjónin séra Halldór og frú
Lára Kolbeins eignuðust 6 börn, sem
öll eru á lífi. Þau eru þessi:
1. Ingveldur Aðalheiður Kolbeins,
ljósmóðir á Patreksfirði, gift Sæ-
mundi Jóni Kristj ánssyni, járn-
smið.
2. Gísli Kolbeins sóknarprestur að
Melstað í Miðfirði, kvæntur Sig-
ríði Ingibjörgu Bjarnadóttur frá
Brekkubæ í Nesjum í Austur-
Skaftafellssýslu.
3. Erna Kolbeins, handavinnukenn-
ari, gift Torfa Magnússyni, skrif-
stofum., Reykjavík.
4. Eyjólfur Kolbeins, kvæntur Ragn-
hildi Láru Hannesdóttur hjúkrun-
arkonu.
5. Þórey Mjallhvít Kolbeins. barna-
kennari, gift Baldri Sigurþór
Ragnarssyni, kennara, Rvk.
6. Lára Ágústa Kolbeins, barnakenn-
ari, gift Snorra Gunnlaugssyni,
vélstjóra, Patreksfirði.
Prestshjónin ólu upp tvö vanda-
laus börn, sem prestsfrúin fyrst og
fremst tók til fósturs vegna báginda
framfærendanna og fráfalls fyrirvinn-
unnar.
Séra Halldór Kolbeins lézt 29.
nóv. 1964 og frú Lára Á. Ó. Kol-
beins, kona hans, 18. marz 1973. Við
hjónin minnumst þeirra með hlý-
hug. Blessuð sé minning þeirra.
10
BLIK