Blik - 01.06.1976, Síða 15
ÞORSTEINN Þ. VIGLUNDSSON
Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum
(Framhald frá árinu 1974)
5. Kaupfélagið Drífandi
„Félagar Stalíns“ koma til sögunnar.
VertíÖin 1920 fór í hönd. Atvinnu-
lífið færðist í aukana. Hvað varð nú
helzt gert til hagsbóta „hinum vinn-
andi lýð?“ — Þessari spurningu veltu
þeir fyrir sér, sem beita vildu kröft-
um sínum til hagsbóta þeim, sem
erfiðast áttu uppdráttar til fram-
færslu sér og sínum í hinum unga
kaupstað, sem þegar var orðinn
stærsta útgerðarstöð á Islandi.
Fyrir þrem árum höfðu þeir stofn-
að Verkamannafélagið Drífanda,
sem reyndi eftir megni að vinna að
bættum hag verkafólksins, þó að lít-
ið hefði til þessa á unnizt.
Kaupfélagið Bjarmi, félagssamtök
nokkurra útvegsbænda, hafði dafnað
vel þessi sex ár, síðan það var stofn-
að til sóknar og varnar gegn ásælni
vissra manna í viðskiptalífinu, þó
að þeir kaupfélagsmenn þættust vissu-
lega eiga samleið með kaupmönnum
bæjarins í hagsmunamálum sínum
gagnvart verkalýðnum.
Sama mátti með sanni segja um
Kaupfélagið Fram, sem nokkrir út-
vegsbændur höfðu starfrækt til hags-
bóta sér undanfarin þrjú ár.
Víst var það hugsanlegt að stofna
mætti og starfrækja kaupfélag til
sóknar og varnar í hagsmunamálum
verkamanna og smáútvegsbænda,
sem ekki áttu þess kost að njóta hags-
bóta í hinum kaupfélögunum í kaup-
staðnum. Og ungan efnismann höfðu
þeir á takteinum til þess að beita sér
fyrir kaupfélagsstofnuninni og starf-
rækja hana. Það var ísleifur Högna-
son, sonur hreppsstjórahjónanna í
Baldurshaga, Högna Sigurðssonar og
frú Mörtu Jónsdóttur.
Þriðjudaginn 23. marz 1920 komu
nokkrir búsettir beimilisfeður í Vest-
mannaeyjum saman á fund í Þórs-
hamri, kvikmyndahúsi Þorsteins
Jónssonar (Johnson), þ. e. húsinu
nr. 28 við Vestmannabraut. Ætlunin
með fundi þessum var að stofna
kaupfélag. Fundinn sátu 66 þeirra
manna, sem heitið höfðu stuðningi
við hugsjón þessa undanfarna daga.
Gengið hafði verið á milli þeirra og
stofnun kaupfélagsins rædd við þá.
Allir þessir fundarmenn og margir
fleiri höfðu heitið fjárframlögum til
stofnunar og starfrækslu félagsins.
Og forgöngumenn hugsjónarinnar
höfðu þegar samið uppkast að lög-
um fyrir hið væntanlega kaupfélag,
liLIK
13