Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 17
varðar. Á aðalfundi skal leggja fram
til úrskurðar reikninga félagsins:
a I Rekstursreikning,
b I Efnahagsreikning frá næst-
liðnu ári með fylgiskjölum, á-
samt athugasemdum endur-
skoðenda. Þá skal og kjósa
stjórn og tvo endurskoðendur
til eins árs.
8. gr.
Varasjóð skal stofna og auka með
því að leggja í hann ágóða þann, sem
verður af rekstri félagsins að frá-
dregnum þeim vöxtum, sem aðal-
fundur kann að ákveða til hluthafa.
9. gr.
Stjórnin skal skipuð 5 mönnum,
sem eru formaður, varaformaður og
ritari og tveir meðstjórnendur. Auk
þess skal kjósa 2 menn til vara, er
sæti taka í stjórninni, þegar einhver
úr henni er forfallaður.
10 gr.
Stjórnin annast framkvæmdir allra
félagsmála, reikningsfærslu félagsins
og viðskipti þess utanlands og innan.
Hún boðar til allra funda í félaginu,
annast um að allar ályktanir fundar-
ins séu bókaðar í fundarbók félags-
ins, stýrir fundum, heldur stjórnar-
fundi, þegar þurfa þykir, og eru þeir
fundir lögmætir, sé meiri hluti stjórn-
arinnar mættur.
11. gr.
Allir samningar eða skuldbinding-
ar, sem stjórnin gerir eða undirskrif-
ar fyrir félagsins hönd, eru bind-
andi fyrir félagið; þó skal stjórnin
um öll stærri mál leita álits félags-
manna.
12. gr.
Með því að enginn félagsmaður
má skulda í bókum félagsins fyrir
pöntun eða vörukaup lengur en
stjórnin ákveður í hvert skipti, get-
ur stjórnin heimtað fyrirfram trygg-
ingu af einstökum félagsmönnum
nema lögmætur fundur samþykki
með atkvæðagreiðslu pöntun hans.
13. gr.
Á skuldum félagsins bera allir fé-
lagsmenn ábyrgð, einn fyrir alla og
allir fyrir einn.
14. gr.
Þessi grein fjallar um félagsslit,
sem eru lögleg, ef % allra félags-
manna sitja fund þann, sem afræður
þau, og % fundarmanna samþykkir
þau. Verði einhverjar eignir afgangs,
þegar allar skuldir félagsins hafa
verið greiddar, skiptist afgangurinn
jafnt á stofnbréf allra félagsmanna.
15. gr.
Lögum félagsins má ekki breyta
nema á lögmætum félagsfundi og þá
með % fundarmanna.
Hf. Drífandi, sem síðar bar nafn-
ið Kaupfélagið Drífandi, er tvímæla-
laust eitt allra merkasta innkaupa-
og sölufélag, sem fátæk alþýða hér í
Vestmannaeyjum hefur stofnað til
BLIK
15