Blik - 01.06.1976, Page 18
nokkru sinni til þess að losa um
klafa og steinbítstök, sem vissir að-
iljar í bæjarfélaginu höfðu á allri
framleiðslu og verzlun, og þá einnig
á atvinnu alls þorra heimilisfeðra í
verkamanna- og sjómannastétt. Það
vald öðluðust þeir í krafti fjármagns,
sem þeir einir fengu tök á að hag-
nýta sér og græða á.
Fyrsti fundur kaupfélagsstjórnar-
innar eftir stofnfundinn var haldinn
heima í Baldurshaga (nr. 5 við Vest-
urveg) á heimili þeirra hjóna Högna
hreppsstjóra Sigurðssonar og frú
Mörtu Jónsdóttur, foreldra Isleifs
Högnasonar, framkvæmdastjóra hins
nýstofnaða kaupfélags. A fundi þess-
um, sem haldinn var 2. apríl 1920,
var afráðið að taka á leigu húsnæði
í kjallara íbúðarhússins Valhallar
(nr. 43 við Strandveg). Eigandi
þessa húss þá var Ágúst Gísalson frá
Hlíðarhúsi í kaupstaðnum, og var
það byggt 1912. Jafnframt var af-
ráðið að ganga fast fram um það að
safna fé (hlutafé) hjá félagsmönn-
um, svo að kaupfélagið hefði nokk-
urt veltufé til umráða. Sparisjóður
Vestmannaeyja hinn eldri hafði þá
starfað í 27 ár en var lítils megnugur
til þess að fullnægja öllum fjármagns-
þörfum Eyjabúa, með því að vél-
bátaútvegurinn í kaupstaðnum hafði
vaxið gífurlega á undanförnum ár-
um og þörf hans á veltufé mikið
meiri en Sparisjóðurinn gat fullnægt.
Ur því skyldi bætt.
Einmitt í aprílmánuði þetta ár
(1920) var stofnun bankaútibús í
Vestmannaeyjum í undirbúningi. Þá
var jafnframt til umræðu að sam-
eina gamla sparisjóðinn þeirri banka-
stofnun. Innan tíðar var þetta fram-
kvæmt.
Til þess að fá veltufé, þurftu kaup-
félögin í Eyjum að safna peningum
úr vasa félagsmanna til þess að nota
í þágu félagsstarfsins, t. d. til inn-
kaupa á vörum o. s. frv, þar sem
engin tök voru á að fá peningalán í
bænum til þeirra hluta. Þetta fé var
kallað hlutafé og gefin út bréf til
staðfestingar því. Þess vegna voru
þessi verzlunarsamtök útvegsbænda
annars vegar og verkamanna hins
vegar ýmist nefnd hlutafélög eða
kaupfélög.
Vorið 1920, hinn 8. apríl, birti
stjórn Drífanda, hins nýstofnaða
kaupfélags verkamanna og smáút-
vegsbænda í hinum unga kaupstað,
svohljóðandi tilkynningu í Skeggja,
blaði Gísla J. Johnsen kaupmanns:
„Hlutajjársöfnun
Þeir, sem hafa skrifað sig fyrir
hlutum í hinu nýstofnaða kaupfélagi,
hf. Drífanda, eru beðnir að greiða
hluti sína til framkvæmdastjóra fé-
lagsins, Isleifs Högnasonar í Bald-
urshaga, fyrir 20. maí n. k. Eftir
þann tíma verður ekki tekið á móti
hlutafé.
Nýjum hluthöfum gefst kostur á
að vera með, þar til sú upphæð er
fengin, sem félagið hefur þörf fyrir
til reksturs á komandi starfsári. Geta
þeir um allar upplýsingar félaginu
16
BLIK