Blik - 01.06.1976, Qupperneq 19
viðvíkjandi snúið sér til einhvers
okkar undirritaðra.
Vestmannaeyjum, 2. apríl 1920
Sigfús Scheving, Heiðarhvammi, Guðlaug-
ur Hansson, Fögruvöllum, Guðmundur
Magnússon, Skjaldbreið, Eiríkur Ogmunds-
son, Dvergasteini, og Isleifur Högnason,
Baldurshaga.“
Þarna fáum við þá að vita, hverjir
skipuðu fyrstu stjórn Kaupfélagsins
Drífanda.
Til þess að byrj a með skyldu tveir
starfsmenn vera fastir starfskraftar
hins nýstofnaða kaupfélags. Ráðnir
voru kaupfélagsstjórinn Isleifur
Högnason með 5000 króna árslaun-
um og Ólafur Sigurðsson með 3000
króna árslaunum. Báðir skyldu peir
fá launauppbót, ef rekstrarafkoma
félagsins leyfði það, þegar til kæmi.
Arsleigan fyrir húsnæðið í Valhöll
var 1800 krónur.
Ráð var fyrir gert, að húsnæðið í
Valhöll, búðin og skrifstofuherbergi,
yrði tilbúið til afnota 1. júní um
sumarið (1920) og skyldu þá vörur
komnar til Eyja og öðrum undirbún-
ingi lokið, svo að verzlunarrekstur-
inn gæti hafizt.
Kaupfélagsstj órinn afréð þegar að
fá stjórnina til að samþykkja, að
kaupfélagið yrði aðildarfélag Sam-
bands íslenzka samvinnufélaga og
réri að því öllum árum. Mál þetta
var tekið fyrir á almennum félags-
fundi 29. maí (1920). Þar skýrði
kaupf élagsstj órinn þetta mál og
stefnu samvinnufélaganna í landinu
í heild. Sérstaklega var það sam-
ábyrgðin, sem var félagsmönnum
þyrnir í augum.
Loks samþykktu fundarmenn þessa
tillögu í einu hljóði: Fundurinn felur
félagsstjórninni að beiðast upptöku í
Samband íslenzkra samvinnufélaga
og gengst félagið undir lög Sam-
bandsins.“
Á félagsfundi þessum var einnig
samþykkt að fela stjórninni að
„koma upp“ vörugeymsluhúsi sem
fyrst og verja til þess stofnfé félags-
ins, hlutafénu.
Formaður kaupfélagsins var kos-
inn Eiríkur Ógmundsson, Dverga-
steini, og fimmti maður í stjórn fé-
lagsins var sjálfur framkvæmdastjór-
inn ísleifur Högnason.
En þegar félagsmönnum varð ljóst,
að framkvæmdastj órinn gat ekki ver-
ið í stjórn kaupfélagsins samkvæmt
lögum Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga, þá var skipt um mann og
hlaut kosningu Guðmundur Sigurðs-
son í Heiðardal (nr. 2 við Hásteins-
veg).
Orlagaríkt spor. Lánaviðskipti hefjast
Þegar leið á sumarið (1920)
komst stjórn kaupfélagsins ekki hjá
því að mæta miðra garða útvegs-
bændum þeim, sem í kaupfélagið
höfðu gengið, og taka af þeim fisk
gegn vöruúttekt, þar sem peningar
voru af mjög skornum skammti í
umferð. Afráðið var að lána þeim
kr. 75,00 út á hvert skippund í fyrsta
flokks fiskafurðum þeirra og yrði sú
upphæð tekin út í vörum. Þar með
hófust lánaviðskipti kaupfélagsins,
blik 2
17