Blik - 01.06.1976, Síða 22
Á aðalfundi félagsins í nóvedmber
1922 var mikið rætt um þessar skuld-
ir félagsmanna og samþykkt áminn-
ing til stjórnar þess um lánveitingar
og áskorun til félagsmanna um að
standa í skilum við félag sitt. Minnt
var jafnframt á, að samkvæmt 13.
grein félagslaganna var hver og einn
félagsmaður ábyrgur fyrir alla fé-
lagsmenn kaupfélagsins og svo allir
fyrir einn. - Fullkomin samábyrgð.
Og auk þess var það samábyrgð
kaupfélaganna innan S.I.S., sem þeir
óttuðust. Sú allsherjar samábyrgð
var oft á dagskrá hjá kaupfélags-
mönnum á fundum þeirra næstu
misserin og vakti ugg og tortryggni.
Annar aðalfundur Kaupfélagsins
Drífanda var haldinn 16. ágúst 1923.
í Ijós kom, að hreinn hagnaður af
rekstri kaupfélagsins árið 1922 nam
kr. 30.407,99. Það þótti býsna góð
útkoma.
Á aðalfundi þessum var samá-
byrgð kaupfélaganna innbyrðis enn
mjög til umræðu. Þá urðu félags-
menn loks á eitt sáttir um það, að
hún myndi áhættulaus a. m. k. næstu
tvö árin.
K/f Drífandi stofnar lifrarbræðslu
Árið 1923 stofnaði Kaupfélagið
Drífandi eigin lifrarbræðslu, eins og
mörg önnur fyrirtæki í bænum, sem
greiddu götu útvegsmanna, svo sem
Kaupfélagið Bjarmi, Kaupfélagið
Fram, Gísli J. Johnsen, Gunnar 01-
afsson og Co. og nokkrir fl. Þessi fyr-
irtæki keyptu lifur öðrum þræði og
bræddu með sinni eigin eða félags-
20
manna sinna. Þannig gat Kaupfélag-
ið Drífandi látið útgerðarmenn sína
grynna á skuldum sínum með inn-
leggi lifrar á vertíð og jafnframt
aukið viðskipti sín og greiðslugetu.
Um leið varð kaupfélagið virkur
framleiðandi þorskalýsis og útflytj-
andi þess.
Mjög var keppzt um kaupin á allri
þorsklifur í bænum.
K/f Drífandi stofnar „Menningarsjóð"
Á fyrsta aðalfundi Kaupfélagsins
Drífanda var samþykkt tillaga um að
félagið stofnaði sérstakan sjóð, sem
heita skyldi „Menningarsjóður Kaup-
félagsins Drífanda“. Fjármuni sjóðs-
ins skyldi nota til vissra menningar-
framkvæmda í bænum eða menning-
arstarfs, þá tímar liðu. Sjóðurinn
skyldi veita styrk til slíks framtaks,
hver sem í hlut ætti. Honum skyldi
fyrst og fremst varið til að auka
þekkingu almennings á ýmis konar
félagsmálum, t. d. með blaða- og
bókaútgáfu, fyrirlestrarhaldi um
gildi félagssamtaka, með námskeið-
um o. fl.
Almennir félagsfundir kaupfélags-
manna skyldu afráða fjárveitingar
úr sjóði þessum. Aldrei mátti ganga
nær sjóðseigninni en svo. að minnst
stæðu eftir í honum kr. 1000,00.
(Árið 1921!).
Og hvernig skyldi svo afla fjár í
„Menningarsj óðinn“ ?
Hann var stofnaður með tvö þús-
und króna framlagi af ársarði kaup-
félagsins fyrsta starfsár þess (1921).
Næstu árin skyldi svo leggja í hann
BLIK
J