Blik - 01.06.1976, Page 24
andi ekki lægri laun starfsfólki sínu
en þá átti sér yfirleitt stað í kaup-
staðnum og sambærilegum stöðum í
landinu.
Máttur tíðarandans
Athygli má það vekja, hvernig
hlutföll launanna eru milli „starfs-
stéttanna“ í vinnuliði kaupfélagsins,
sem var rekið af foringjum verka-
lýðssamtakanna í kaupstaðnum.
Launahlutföllin voru afráðin í sam-
ræmi við ríkjandi tíðaranda og sízt
af öllum með þeim vilja, að gera
nokkrum starfsmanni rangt til! Af-
Fyrir línufisk
— netafisk — 1
— — - 2
— allan þorsk — 3 —
— löngu — 1 fullþurrkaða
— — - 2 —
greiðslustúlkan fær aðeins helming
launa á móti hinum óbreytta starfs-
manni karlkyns, þó að hún vinni
jafnlangan vinnudag og að mestu
leyti sama starf innan við húðar-
borðið. Framkvæmdastjóranum eru
hins vegar greidd næstum tvöföld
laun á við óbreyttan starfskarl.
Fjarri fór því, að stjórnarmenn-
irnir eða framkvæmdarstjórinn vildu
nokkrum gera rangt til um launa-
greiðslurnar. Allir voru þeir vel
hugsandi og sanngjarnir alþýðu-
menn, sem æsktu einskis fremur en
jafnréttis kynjanna á sem flestum
sviðum. Þó afréðu þeir sjálfir þessi
22
launahlutföll. Frumkvæði mátti ekki
hafa hér í þessum efnum þrátt fyrir
launakröfur í vinnudeilum, þar sem
þeir voru í fararbroddi, kröfur um
hækkandi laun og meira jafnrétti
milli kynjanna! Ljóst er þetta dæmi
um mátt tíðarandans.
Ver3 á 'sjávarafurðum árið 1925
A stjórnarfundi kaupfélagsins, sem
haldinn var 15. marz 1926 afréð
stjórnin að greiða skyldi félagsmönn-
um eftirskráð verð fyrir þær sjávar-
afurðir, sem félagið hafði tekið til
sölu fyrir þá á umliðnu ári:
- 7/8 þurr kr. 0,70
%----------0,62
%----------0,65
%----------0,57
— 0,70 —---------%---------0,45
— 0,90 —---------%------- 0,83
— 0,60 —---------%---------0,52
Á þeim árum var verkaður sund-
magi algeng afurð útvegsbænda í
Vestmannaeyjum. Kaupfélagið Dríf-
andi greiddi útvegsbændum þeim,
sem við það skipti, þetta verð fyrir
sundmagann árið 1925:
Fyrir sundmaga nr. 1 kr. 2,60 fyr-
ir hvert kg. - Fyrir sundmaga nr. 2
kr. 2,00 fyrir hvert kg.
Eins og ég gat um, kom kaupfélag-
ið á stofn lifrarbræðslu á þriðja
starfsári sínu. Þá lögðu útvegsbænd-
ur inn lifur sína þar daglega, þegar
aðgerð var lokið hverju sinni. Venj-
an var sú, að lifrarkaupandinn hafði
flutningabifreið í förum á milli að-
BLIK
nr. 1, fullþurrkaðan, kr. 0,99 hvert kg,
— 0,91 — —
— 0,91 — —
— 0,83 — —
J