Blik - 01.06.1976, Síða 28
Hinir „róttæku“, sem kölluðu Stalín
félaga sinn í ræðum sínum og fóru
um hann hlýjum viðurkenningarorð-
um í lotningarfullum tón, vitnuðu á-
kaft í atburði sögunnar, sem gerðust
fyrir „austan tjald“, þar sem mann-
kyninu hafði fæðzt nýr frelsari, öðl-
ingsmennið og mannvinurinn Félagi
Stalín. Meðal annarra dyggða hans
voru þær, að hann þyrmdi í hvívetna
lífi andstæðinga sinna, sem hann átti
kost á að láta taka af lífi sökum
hinna takmarkalausu valda sinna, já,
taka af lífi í tugþúsunda tali.
Þessar og þvílíkar ræður hlustuðu
þeir á m. a., sem staðið höfðu í
hagsmunabaráttu verkalýðsins í
kaupstaðnum árum saman, stofnað
kaupfélag verkalýðsins, Verkamanna-
félagið Drífanda, Verkakvennafélagið
Hvöt, Sjómannafélag Vestmannaeyja
og Sjúkrasamlag Vestmannaeyja (hið
fyrsta) o. fl. 011 fóru þessi samtök
verkalýðsins í Vestmannaeyjum
sömu leiðina á næstu árum, leystust
upp sökum pólitísks ofstækis og of-
beldishneigða vissra manna, sem
kölluðu sig „Félaga Stalíns“ og tign-
uðu goð „fyrir austan tjald“.
Leikið var tveim skjöldum
Hinn 4. nóv. 1928 hófst á ný út-
gáfa sérstaks blaðs í Vestmannaeyj-
um. Steindór Sigurðsson, sem sumir
titluðu skáld, síðar tengdasonur Sig-
urðar lyfsala áigurðssonar, hafði
tekið prentsmiðjuna að Helgafells-
braut 19 á leigu. Það hét svo, að
hann gæfi blað þetta út, þó að þess
sé hvergi getið. Hann prentaði blaðið
að minnsta kosti, og hann var skráð-
ur ritstjóri þess. Andrés Straumland,
kennari, vann þar með honum, þeg-
ar frá leið.
Blað þetta hét Vikan (sjá Blik
1967, bls. 304). Það gerðist brátt
málsvari verkalýðshreyfingarinnar í
Vestmannaeyjum með tilvitnunum í
atburðina miklu og afdrifaríku í
Rússlandi fyrir 10 eða 12 árum.
Þessi blaðaútgáfa hófst mitt i öldu-
róti því hinu mikla, sem nú lét á sér
kræla fyrir bæjarstjórnarkosningarn-
ar, sem fram skyldu fara 12. jan.
1929. Kjósa skyldi þrjá menn í bæj-
arstj órn Vestmannaeyj akaupstaðar
samkvæmt þágildandi lögum.
Hinn 5. janúar 1929 eða viku fyrir
kjördag birti Vikan þeirra Steindórs
ritstjóra og félaga hans grein, sem
vakti athygli manna í bænum, ekki
sízt okkar, sem hlustað höfðum und-
anfarna mánuði á og lesið skammir
og skútyrði „Félaga Stalíns“ um full-
trúa Alþýðuflokksins og aðra for-
ustumenn verkalýðssamtakanna víðs-
vegar um landið, „svik þeirra og
deiglyndi“ í baráttumálum verkalýðs-
ins, eins og það hét á máli „Félag-
anna“. Á fundum lofsungu þeir frels-
arann Stalín og stefnu hans og starfs-
aðferðir, sem voru þær fullkomnustu
og beztu, sem hugsast gátu til hags-
bóta íslenzkum verkalýð til sjós og
lands!
Höfundur greinarinnar var einn af
framherjum „Félaga Stalíns“ í bæn-
um og jafnframt starfsmaður Kaup-
félagsins Drífanda. Þarna ritaði
hann fyrir bœjarstjórnarkosningarn-
26
BLIK