Blik - 01.06.1976, Síða 30
Hér langar mig til að skrá eilítið
dæmi um það, hvernig saklausar og
trúhneigðar sálir létu blekkjast af
kenningum þessum og orðaflaum.
Sálfræðileg fyrirbæri
A þessum átakaárum áróðurs og
ósannindavaðals sótti ég eitt sinn
heim aldraða kunningjakonu mína,
sem var einstaklega trúhneigð og
trúgjörn, liggur mér við að segja.
Hún hafði um árabil svalað trúar-
áhuga sínum og trúhneigð í dyggu
starfi í K.F.U.K. í kaupstaðnum und-
ir handleiðslu sóknarprestsins.
Þetta var vönduð og saklaus sál,
sem ég virti og mat, þó að ekkert
hefði prýtt hana annað. Hún trúði
einlæglega á endurfæðingu frelsarans
„samkvæmt heilögum kenningum“,
eins og hún orðaði það. Og við þá
trú hennar og annað, sem hún vildi
fræða mig um í þeim efnum og öðr-
um, hafði ég aldrei gert neina at-
hugasemd. Hún var heittrúuð bók-
stafstrúarmanneskja og bænrækin
með afbrigðum, að ég hélt. Jafn-
framt var hún einlæg og íhugul gagn-
vart rétti og bættum kjörum kyn-
systra sinna í kaupstaðnum, verka-
kvenna og annarra, sem henni fannst
standa höllum fæti í lífsbaráttunni.
Kona þessi sótti þess vegna oft fundi
„samtakanna“ og hlustaði þar á ræð-
ur manna af báðum kynjum. Stund-
um virtist hún geta þulið eftirá heila
kafla úr þeim, því að næm var hún
með afbrigðum og minnug. Hún var
í alla staði sómakvendi, sem ekki
mátti vamm sitt vita. En vissulega
hefðu sumir viljað kalla hana ein-
falda sál í vissum skilningi.
Þegar ég hafði heilsað henni, tók
ég til að litast um í stofu hennar.
Lítil eir- eða koparstytta stóð þar
á borðinu. Eg tók hana upp varlega
og tók að skoða hana: Kotroskinn
karlmaður með yfirskegg, neðarlega
hærður, eins og Arngrímur okkar
lærði. - Var það sem mér sýndist?
„Er þetta stytta af Stalín?“ spurði
ég ofur einfeldnislega. Eg trúði
naumast mínum eigin augum. Hún
játaði því. „Og hvernig stendur á
því, að þú geymdir hana á stofuborð-
inu þínu?“ spurði ég og baðst ekki
afsökunar á spurningunni, því að
við vorum vel málkunnug. „Við fór-
um að ráðum nokkurra góðra manna
í „samtökunum“ og pöntuðum nokkr-
ar styttur okkur til ánægju. Hver
veit, nema það eigi eftir að sannast,
að hér sé frelsarinn okkar endur-
fæddur,“ sagði þessi blessuð gamla
kona í einfeldni sinni og sterku trú-
hneigð. Ég sagði ekkert einasta orð.
Umfram allt vildi ég ekki særa við-
kvæmar trúarkenndir hennar. En
hvað gat ég annað sagt en það, sem
hlaut að særa tilfinningar hennar,
svo sannfærð sem hún var.
Vissulega „prýddu“ Stalínsstytt-
urnar býsna mörg vestmanneysk
heimili, þar til Krutsjoff hafði talað
og sagt allan sannleikann mörgum
árum seinna. Þá hurfu þær af borð-
um „stássstofanna“, og þá fyrst um
sinn bak við gluggatjöldin. Þar sá
maður á styttubakið, þegar fram hjá
var gengið. Svo hætti maður því og
28
BLIK