Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 32
mikilsverð deilumál verið uppi síð-
ustu árin. Og því miður hafa þessar
deilur frekar harðnað en minnkað.
Því verður heldur ekki lengur leynt,
að deilumál þessi hafa skipað íslenzk-
um jafnaðarmönnum í tvo andstöðu-
arma, hægri og vinstri . . .
Alþýðublaðið er aðalmálgagn Al-
þýðuflokksins og eina dagblað hans.
Hlutverk þess er að standa á verði
fyrir árásum andstæðinganna í hinni
daglegu baráttu verkalýðsins. Hlut-
verk þess er að fræða íslenzka al-
þýðu um undirstöðuatriðin í hinni
vísindalegu jafnaðarstefnu. Hlutverk
þess er að flytja flokksmönnum óhlut-
drægar fréttir um hreyfingu stéttar-
bræðra sinna í öðrum löndum. Og að
lokum er hlutverk þess að ræða
flokksmál.
En hver hefur raunin orðið á? I
fyrsta lagi hefur Alþýðublaðið verið
borgaralegt fréttablað Reykjavíkur-
bæjar. Það hefur enga fræðslu veitt
um jafnaðarstefnuna. Af erlendum
fregnum hefur það birt sömu skeytin
og Morgunblaðið, óglöggar og ekki
sem ábyggilegastar nýjungar, skrif-
aðar upp af fréttamönnum B. T. á
Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.
Flokksmál hafa engin verið rædd.
Þar hafa ekki einu sinni verið birt
helztu frumvörp og tillögur, sem
fram hafa komið á þingum Sam-
bandsins. Ágætir starfskraftar innan
Alþýðuflokksins hafa ekki fengið að-
gang að blaðinu. Alþýðublaðið er
nú gefið út af klíku í Reykjavík, sem
kallar sig styrktarfélag blaðsins . . .
Það hafa verið gerðar tilraunir á
sambandsþingum til að ná blaðinu
aftur í hendur flokksins, en svo virt-
ist sem styrktarfélagið væri meiri
hluti fulltrúa, og það tókst ekki.
Ritstjóraval hefur ekki farið eftir
því, hverjir eru færastir til að hafa
það starf á hendi . . . Tillögur, sem
fóru í þá átt, að sambandsstjórn kysi
aðalritstjóra Alþýðublaðsins voru
felldar . . .“
„Fyrir nokkrum árum gerði félag
ungra jafnaðarmanna vart við sig í
Reykjavík. Voru það áhugasamir
ungir menn, sem stofnuðu félag ungra
Komúnista. Starfsemi þess var fjör-
ug, tíðir fundir, skrifað félagsblað.
Á 4. þingi Alþýðusambandsins sótti
félag þetta um upptöku. Lög þess
voru í fyllsta samræmi við skilyrði
sambandsins. En hvað gerðist? Meiri
hluti fulltrúa (ég mun síðar skýra
nánar frá fulltrúaskipan þingsins)
synjaði félaginu um upptöku, beint í
bága við stefnuskrá flokksins og án
þess að geta fært fram nokkra rök-
studda ástæðu. Síðan var haldið á-
fram baráttunni gegn þessu fyrsta
félagi ungra jafnaðarmanna . . .“
„Það hafa verið einkenni ráðandi
manna innan flokksins, að þeir hafa
ekki getað beygt sig undir meiri
hluta. Svo var það um stofnun styrkt-
arfélags Alþýðublaðsins, sællar minn-
ingar, að Jón Baldvinsson og félagar
hans urðu í minni hluta á fundinum,
að þeir ruku burt og stofnuðu annað
styrktarfélag, og Sambandsstjórn af-
henti þeim minni hlutanum blaðið.“
Mörg fleiri árásaratriði á Alþýðu-
flokkinn er að finna í þessum grein-
30
BLIK