Blik - 01.06.1976, Page 34
Eiríkur Ogmundsson, formaður
kaupfélagsstjórnarinnar, skýrði frá
því á fundinum, að stjórnin hefði
boðað til hans vegna deilu þeirrar,
sem risið hefði milli meiri hluta
stjórnar og framkvæmdastjórans.
Þótti stjórnarformanninum það lítt
viðurkvæmilegt, að upp hefðu veriö
festar auglýsingar eða tilkynningar
í búðargluggum Kaupfélagsins Dríf-
anda frá Alþýðusamböndum Vestur-
og Norðurlands viövíkjandi klofn-
ingi Alþýðuflokksins í Vestmanna-
eyjum. I tilkynningum þessum hefði
veriö rætt um „flokkssvikara“. Þar
sem nú þrír stjórnarmenn kaupfé-
lagsins væru við þessi átök riðnir og
verið reknir úr verkamannafélaginu
og auglýstir síðan verkalýðssvikar-
ar í búðargluggum kaupfélagsins, þá
væri naumast hægt að gera þeim
meiri svívirðu, og það af þeirra eig-
in fyrirtæki. Vonaðist formaður
kaupfélagsins til þess, að félagiö
sjálft liði ekki hnekki við þessi mis-
tök og vanhugsuöu vinnubrögö. For-
maöur kvaðst harma það, ef sú yrði
raunin.
Formaður óskaði að lýsa afstöðu
kaupfélagsstjórnarinnar til þessara
deilumála, og hún væri sú, að Kaup-
félaginu Drífanda yrði algjörlega
haldið utan við pólitísk átök og
stjórnmálalegar hreyfingar. Formað-
ur hafði orð á því, að hann vildi
helzt þegar í stað víkja úr stjórn
kaupfélagsins, en þar sem aðalfund-
ur yrði haldinn á nálægum tíma,
mundi hann sitja í stjórninni þar til.
Formaður stjórnarinnar lauk máli
sínu með þeirri ósk, að deila þessi
félli niður bráðlega.
Annar stjórnarmaður kaupfélags-
ins tók því næst til máls. Það var
Guðmundur Sigurösson frá Heiðar-
dal (nr. 2 við Hásteinsveg). Kvað
hann fundarmönnum kunnugt um
deilu þessa, enda hefði formaður
stjórnarinnar farið nokkrum orðum
um hana. Guðmundur æskti þess, að
sem minnst yrði rætt um stjórnmála-
erjur á fundi þessum en því meir
rætt um framtíð kaupfélagsins og
erfiöleika þá, sem við væri að etja í
rekstri þess. Ræðumaður kvað stjórn-
ina hafa lagt drög að því að fá send-
an fulltrúa frá S.I.S. til Eyja til þess
að athuga rekstur kaupfélagsins til
þess að róa félagsmenn og koma í
veg fyrir deilur og tortryggni, sem
gjört hefði vart við sig með félags-
mönnum, síðan hin pólitísku átök
hófust innan kaupfélagsins og verka-
mannafélagsins. Kvaðst ræðumaður
viss um, að ekkert nýtt kæmi fram í
rekstri kaupfélagsins, heldur væri
þar allt með röð og reglu sem endra-
nær. Síöast í ræðu sinni lýsti hann
yfir megnri óánægju sinni með
gluggaaugsýsingarnar og brigslyrðin
í þeim um svik og „hægri villu“.
Næstur tók til máls á fundi þessum
hinn þriðji burtrekni stjórnarmað-
urinn úr verkalýðssamtökunum, Guð-
laugur Hansson á Fögruvöllum.
Hann ræddi mikiö um stofnun
Verkamannafélagsins Drífanda árið
1917 og svo stofnun Kaupfélagsins
Drífanda árið 1920. Kaupfélagiö
kvað hann hafa risiÖ á erfiðum
32
BLIK