Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 40
Stjórnin fól framkvæmdastjóran-
um aS innheimta 5% vexti af öllum
útistandandi skuldum.
Jafnframt uxu skuldir kaupfélags-
insjvið S.I.S., svo að ein ógæfan reið
annarri til hnekkis kaupfélaginu.
Stjórn S.I.S. skrifaði um þessar
mundir stjórn kaupfélagsins og benti
á þessa óheillaþróun í rekstri þess,
sem hlyti að enda á einn veg, ef ekki
yrði þá þegar breytt um verzlunar-
hætti.
Eg óska að taka það hér skýrt
fram, að aldrei fundu endurskoðend-
ur að reikningshaldi eða bókhaldi
kaupfélagsins og enginn tortryggði
það starf í rekstri þess.
Hinn 15. maí 1930 var haldinn að-
alfundur Kaupfélagsins Drífanda og
lagðir fram reikningar félagsins fyr-
ir árið 1929. Ekkert var við reikn-
ingana að athuga og hafði endur-
skoðandi frá S.I.S. endurskoðað
reikningana vandlega eins og tekið
er fram í fundargjörð. Arður af af-
rakstrinum 1929 nam kr. 16.230,54.
Framkvæmdastjóri skýrði frá hag
félagsins og framtíðarhorfum og
æskti þess að fundarmenn, sem voru
um helmingur allra félagsmanna,
gerðu fyrirspurnir um eitt og annað
varðandi rekstur félagsins og hag.
- Enginn fyrirspurn. - Steinhljóð.
Því næst skyldi fram fara kosning
tveggja manna í stjórn félagsins í
stað Sigfúsar Schevings og Eiríks
Ogmundssonar, sem áttu að ganga úr
stjórninni. Lýsti þá framkvæmda-
stjóri yfir því, að honum þætti það
„óviðeigandi að margir stórskuld-
ugir menn væru í stjórninni og ósk-
aði eftir að mega stinga upp á mönn-
um í stjórnina og lét í Ijós, að hann
mundi segja af sér framkvæmda-
stjórastörfum, ef kosningin gengi sér
mjög á móti skapi, eins og stendur
skráð í frumheimild.
Kosningin fór þannig, að endur-
kosinn var Eiríkur Ögmundson með
48 atkvæðum og Guðlaugur Brynj-
ólfsson með 47 atkvæðum í stað Sig-
fúsar Schevings.
„Þá sagði framkvæmdastjórinn
af sér störfum með 4 mánaða fyrir-
vara, og tók stjórnin það gilt, þó að
ekki væri skriflega.“ (Orðrétt eftir
sömu heimild).
Samkvæmt uppsagnartíma fram-
kvæmdarstjórans átti hann að hverfa
frá félaginu um miðjan september
(1930), en stjórn félagsins féllst á
þá ósk S.Í.S., að hann hefði á hendi
störf sín og framkvæmdastj órn til
næstu áramóta. Það varð að sam-
komulagi allra aðila.
I ágústmánuði um sumarið gekk
stjórn kaupfélagsins frá að ráða
framkvæmdastjóra fyrir félagið frá
1 .janúar 1931. Ráðinn var Bjarni
Jónsson, skrifstofumaður að Sval-
barða hér í bæ, enda hafði S.Í.S.
ekki hirt um það til þess tíma sam-
kvæmt tilkynningu stjórnarinnar að
ráða neinn mann í stöðu ísleifs
Högnasonar, þrátt fyrir beiðni fé-
lagsstj órnarinnar.
Þegar stjórn kaupfélagsins hafði
gengið frá starfssamningi við Bjarna
Jónson, boðaði hún til almenns
fundar í félaginu. Sá fundur var
38
BLIK