Blik - 01.06.1976, Qupperneq 44
S.Í.S. stjórn kaupfélagsins, að það
sæi sér ekki fært að veita Kaupfélag-
inu Drífanda lengur stuðning og
gerði ráð fyrir því, að félagið hætti
störfum. Sambandsstjórn eða for-
stjórinn sendi kaupfélagsstjórninni
lögfræðing til aðstoðar við slit kaup-
félagsins. Þarna reyndist því full á-
stæða til að fresta skiptingu þess!
Hinn 21. nóv. 1931 var boðað til
almenns kaupfélagsfundar með bréfi,
sem sent var inn á hvert heimili fé-
lagsmanna. Guðmundur Sigurðsson
í Heiðardal, sem verið hafði í stjórn
kaupfélagsins frá upphafi, var kjör-
inn til þess að stjórna þessum fundi.
Fyrstur tók til máls Guðlaugur Hans-
son á Fögruvöllum, sem einnig hafði
verið í stjórn félagsins frá upphafi.
Eins og áður segir voru þeir báðir í
hópi sex-menninganna, sem „Félagar
Sta!íns“ og fylgifiskar þeirra ráku úr
Verkamannafélaginu Drífanda. Nú
máttu þessir baráttumenn verkalýðs-
ins einnig þola það, að kaupfélagið
þeirra væri gert upp, lagt í rúst.
Lögfræðingur Sambandsins skýrði
fyrir fundarmönnum hag kaupfélags-
ins í stórum dráttum. Síðan greindi
hann frá afstöðu Sambandsins til
kaupfélagsins. Hvergi er skráð orð
um þá afstöðu, að ég bezt veit, svo
að mér gefst ekki kostur á því hér, að
tjá hana.
Þegar hér var komið umræðum,
bar lögfræðingur S.I.S. upp tillögu.
Hún hljóðaði þannig:
„Almennur, lögmætur félagsfund-
ur í Kaupfélaginu Drífanda í Vest-
mannaeyjum, haldinn í Goodtempl-
42
arahúsinu 21. nóv. 1931, samþykkir,
að Kaupfélaginu Drífanda skuli slit-
ið og þriggja manna skilanefnd skuli
kosin á þessum fundi samkvæmt 33.
gr. samvinnulaganna, lög nr. 36 frá
1921, til þess að sjá um og hafa á
hendi allt, sem að skiptum á búi fé-
lagsins lýtur. Skal nefnd þessi bera
alla þá ábyrgð og þær skyldur og
hafa allt það vald, sem slíkri skila-
nefnd ber samkvæmt samvinnulög-
unum . . .“
Formaður félagsins, Guðlaugur
Hansson, tók þá aftur til máls og
lýsti með skýrum rökum andúð sinni
á meðferð Sambandsins á kaupfélag-
inu.
Þá tók til máls ísleifur Högnason,
fyrrverandi framkvæmdastjóri fé-
lagsins, og hvatti menn að standa
fast saman og biðja um eftirgjöf og
greiðslufrest á skuldum félagsins.
Einnig skoraði hann á fundarmenn,
bæði smáútvegsmenn og verkamenn,
að gera strangar kröfur til banka og
stjórnvalda um nægilegt rekstrarfé
handa smáútvegsmönnum.“
Allmiklar umræður urðu nú um
þetta mál og var sumum heitt í hamsi.
Nú virtist enginn ágreiningur lengur
milli „vinstri“ og „hægri“ armanna
í kaupfélaginu.
Guðlaugur Brynjólfsson, stjórnar-
maður kaupfélagsins, bar fram breyt-
ingartillögu við hina fyrr skráðu svo
hljóðandi: „Þar sem ákvörðun sú,
sem Samband íslenzkra samvinnufé-
laga hefur tekið gagnvart Kaupfélag-
inu Drífanda virðist ekki nægilega
vel yfirveguð, hvað hagsmuni beggja
BLIK