Blik - 01.06.1976, Page 45
aðilja viðvíkur, þá skorar fundurinn
á Samband íslenzkra samvinnufélaga
að taka mál þetta nú þegar enn á ný
til rækilegrar yfirvegunar að við-
stöddum fulltrúum, sem stjórn Kaup-
félagsins Drífanda útnefnir.“
Þessi breytingartillaga Guðlaugs
var samþykkt einróma.
Fjórum dögum síðar, eða 25. nóv-
ember (1931) var boðað til annars
almenns kaupfélagsfundar. Þar lá fyr-
ir úrslitasvar frá S.I.S.: Kaupfélag-
inu Drífanda skal slitið.
S.I.S. var aðallánardrottinn kaup-
félagsins. En mér er ekki kunnugt
um, hversu bárri upphæð skuldir
þess námu við Sambandið, með því
að reikninga þess hef ég ekki séð.
Skilanefndina skipuðu fimm fé-
lagsmenn. Þeir voru þessir: Jóhann
Gunnar Olafsson, þá bæjarstjóri í
Eyjum, Bjarni Jónsson, framkvæmda-
stjóri kaupfélagsins, Guðlaugur
Hansson, bæjarfulltrúi og stjórnar-
maður, Isleifur Högnason, fyrrv.
framkvæmdastjóri og Arni Oddsson,
innheimtumaður, frá Burstafelli í
Eyjum.
Þegar hér er komið atburðum og
sögu er neyðin orðin stærst og hjálp-
arhellan fjærst. Það var Kaupfélagið
Drífandi. Alheimskreppa þjáði alla
heimsbyggðina. Fjárhagsleg vand-
ræði krepptu hvarvetna að, og ekki
minna að smáútgerðarmönnum í
Vestmannaeyjum og verkamanna-
heimilum þar en öllum öðrum ís-
lendingum. Allt var ástandið ömur-
legt. Þó var það e. t. v. ömurlegast
öllum hinum máttarminnstu í Eyj-
Bjarni Jónsson jrá SvalbarSa, sem ráðinn
var kaupjélagsstjóri Kaupfélagsins Dríj-
anda áriS 1930. Hann stundaði skrijstoju-
störj í Eyjum um tugi ára. Síðast var hann
gjaldkeri Lijrarsamlags Véstmannaeyja.
um. Verzlunin, sem hafði verið hin-
um smáu útgerðarmönnum í bænum
og verkalýðsstéttinni í heild vernd
og skjól, hjálparhella og öryggi und-
anfarin 10 ár, var í rúst, gjaldþrota
fyrirtæki. Nú var illa fokið í það
skjólið.
Þessar sáru staðreyndir ollu því,
að hinn fyrrv. kaupfélagsstjóri Kaup-
félagsins Drífanda, í. H., bar fram á
fundi þessum svobljóðandi tillögu:
„Vegna yfirvofandi neyðar smáút-
vegsmanna og verkamann samþykkir
fundur í Kaupfélaginu Drífanda eft-
irfarandi kröfur til lánadrottna fé-
lagsins:
1. Eftirgjöf skulda; og til vara:
Frestur á greiðslum skulda félagsins
í tvö ár; vextir falli niður.
2. Félög smáúvegsmanna og verka-
43
BLIK