Blik - 01.06.1976, Síða 48
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Atorku- og gæðakonu minnzt í tilefni
kvennaársins 1975
Víst er það lilhlýðilegt, að ársrit
Vestmannaeyja, Blik, velji sér konu
kvennaársins og birti nokkur orð um
æviferil hennar, þó að þetta gerist ári
eftir hið eiginlega kvennaár, þar sem
dýrtíðin varð þess valdandi, að Blik
gat ekki komið út á fyrra ári.
Bessi kona er frú Katrín Unadótt-
ir frá Hólakoti undir Eyjafjöllum.
Hún átti sérstæða sögu. Þess vegna
er hún kona Bliks á kvennaárinu;
hún var sérstæð kona.
Frú Katrín Unadóttir var kona
atorku og hugrekkis, kona gleði og
sorgar, kona trúar og trausts á guð-
lega tilveru, kona mikilla mannkosta
í einu orði sagt.
Frú Katrín Unadóttir fæddist að
Hólakoti undir Eyjafjöllum 13. sept.
1878. Foreldrar hennar voru bónda-
hjónin fátæku í Hólakoti, Uni Run-
ólfsson og frú Elín Skúladóttir frá
Skeiðflöt í Skaftafellssýslu. - Frú
Katrín var yngsta barn þeirra hjóna,
en þau áttu tíu börn. Jörðin var
rýrðarkot, svo að fátækt og sultur í
búi var svo að segja árlegt fyrirbæri.
- Já, við förum nærri um það.
hvernig afkoma þessarar tólf manna
fjölskyldu hefur verið á koti þessu
á síðari hluta síðustu aldar, og þá
sérstaklega, þegar aldrei gaf á sjó
svo að vikum skipti, engan afla að
fá nema það litla, sem rak á fjörur í
aftökum á vetrardegi, þegar nógur
var fiskurinn upp við sandströndina
hafnlausu, þó að hann næðist ekki af
gildum ástæðum. Búsvelta á vissum
tíma árs var ekki óþekkt fyrirbrigði
undir Eyjafjöllum og víðar þar um
slóðir á þeim árum. Alltof oft hættu
bændur og búaliðar lífi sínu við það
bjargræðisbasl að ná fiski úr sjó við
hafnleysu þá, brim og boðaföll. Sjó-
sókn sú var ekki heiglum hend.
Um aldamótin bjuggu foreldrar
frú Katrínar Unadóttur að Moldnúp
undir Eyjafjöllum. Þar var þá Katrín
dóttir þeirra hjá þeim um tvítugt.
Liðið var fram á vetrarvertíð. Tið
hafði verið suðlæg með brimi og
boðaföllum við Eyjafjallasand. svo
að sjaldan gaf á sjó. — Heimilið að
Moldnúp, heimili Una og Elínar, var
bjargarlítið. Búsvelta, búsvelta. Kat-
rín heimasæta fann til með foreldr-
um sínum, sem bjuggu við sult og
seyru, og faðirinn nær sjötugur að
aldri, svo að hæpið var það, að hann
fengi að fljóta með hinum harð-
sæknu á hafið, þegar gæfi. - Hvað
var til ráða?
46
BLIK