Blik - 01.06.1976, Qupperneq 49
Hannes, sonur Sigurðar bónda á
Seljalandi, hafði ákveðið að stunda
sjósókn út frá Eyjafjallasandi þessa
vetrarvertíð. Bátur hans var jul, svo
að þeir fóru þar fjórir á með hand-
færin sín. Þeir stunduðu sjóinn frá
Holtsvör. Voru líkur til þess, að
Hannes á Seljalandi vildi lofa stúlku
að fljóta með í fiskiróður? Heima-
sætan á Moldnúp afréð að finna
Hannes Sigurðsson að máli og bera
fram þessa bón sína. Ef hún yrði
heppin, gat það lánast henni að færa
drjúga björg í bú foreldra sinna til
þess að bæta úr sárustu neyð. Þann-
ig gæti hún létt foreldrum sínum dag-
legar áhyggjur, draga úr sultinum
og seyrunni, seðja sárasta hungrið.
Bóndasonurinn á Seljalandi tók
vel málaleitan heimasætunnar á
Moldnúp, svo að afráðið var, að hún
fengi kall, þegar á sjó gæfi. Og
Hannes velti vöngum yfir þessari
beiðni. Hún var sjaldgæf, ef ekki
einsdæmi.
Hann lagði á ráðin við heimasæt-
una um sjóbúnað allan. Góða skinn-
brók varð hún að hafa, vel gerðan
skinnstakk og sjóhatt. Handfærið
varð einnig að vera í góðu lagi. Ann-
ars varð ekki erindi sem erfiði við
færaskakið. Heimasætan gerði sitt
ýtrasta til þess að útvega sér að láni
allt sem með þurfti, en sumt varð
vandfengið, því að fátítt var, að
menn ættu skinnklæði til skiptanna,
og flestir vildu freista gæfunnar með
færið sitt, þegar fram liði.
Svo var heimasætan á Moldnúp
kölluð til skips, því að róður var
Mœðgurnar frú Katrín Unadóttir og Pálína
Pálsdóttir, sem var á fermingaraldri, þegar
myndin var tekin.
fyrirhugaður. Og nú gerðist krafta-
verkið, eins og það var jafnan kall-
að, þegar atburðinn bar á góma.
Hvaða atburður?
Hér kemur sagan um kraftaverkið,
sem gerðist, þegar Katrínu Unadótt-
ur var vísað frá sökum skorts á við-
hlítandi sjóverjum.
Heimasætan hafði fengið lánaða
skinnbrók til þess að róa í, en stakk
hafði ekki lánast að fá léðan, hvern-
ig sem á var sótt. — Ekki kom til mála
að lofa henni að róa stakklausri. Það
gat kostað hana lífið, ef illa rættist
úr veðri. Hattlaus var hún einnig. -
Hvað var nú til ráða fyrir hinni
hugrekku heimasætu, hjartahlýju og
tilfinninganæmu. Heimilið bjargar-
laust og hún ráðalaus.
Brimsúgur var við sandinn, svo að
47
blik